Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 62

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 62
var útbreiðslan, að heildarsamtök ungmennafélaga í landinu voru stofnuð þegar árið 1907. Gróður í Fellshreppi var stofnað 1916 og er elsta ungmennafé- lagið í Strandasýslu, en sex til viðbótar voru stofnuð 1920-1930. Ungmennafélögin störfuðu í öllum hreppum sýslunnar 1930 ut- an Árneshreppi. Efling í Reykjarfirði tók til starfa 1939, en félags- svæðið náði yfir innri hluta Árneshrepps. Ungmennafélag tók síðan til starfa í nyrðri hlutanum 1941. Samgönguerfiðleikar munu vera orsök þessarar skiptingar. Mannmargt var á Djúpuvík á síðari hluta 4. áratugarins eftir að síldarverksmiðja tók þar til starfa 1934. Þrjú ungmennafélög hafa tekið til starfa eftir stríðslok eða þar um bil. Stofnun eins þeirra mun eiga rætur að rekja til skiptingar Hrófbergshrepps, en hin tvö koma í staðinn fyrir ung- mennafélög, sem lagst höfðu í dá. Auk ungmennafélaganna hafa fjögur tafl- og bridgefélög starf- að í sýslunni, eitt skátafélag, eitt sundfélag, eitt málfundafélag og ein ungmennastúka. Ungmennafélagshreyfingin virðist hafa borist síðar til Stranda en margra annarra landshluta. Skýringin kann að vera sú, að lestrarfélögin í sýslunni voru mörg hver öflug og sinntu ýmsum verkefnum, sem ungmennafélögin höfðu á sinni könnu. Þörfin fyrir ungmennafélög kann því að hafa verið minni í Strandasýslu en í sumum öðrum byggðarlögum. Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða er elsta félag Strandamanna og stofnað f845, svo sem fyrr var getið. Félaginu var skipt í Lestrarfélag Fellshrepps og Lestrarfélag Tungusveitar (Kirkjubólshrepps) árið 1890. Fjögur lestrarfélög voru stofnuð næsta áratuginn, Lestrarfélag Árneshrepps var stofnað 1913 og Lestrarfélag Óspakseyrarhrepps 1921. Tvö leikfélög hafa starfað í sýslunni, bæði stofnuð 1980—1981. Eins kirkjukórs er getið í Strandir II., en fleiri slíkir hljóta að hafa starfað á svæðinu. Markmið þessara félaga er að stuðla að bættu mannlífi og betri lífsafkomu. Frumkvæði hefur komið víða að. Einstaklingar hafa hvatt til stofnunar sumra félaganna, Halldóra Bjarnadóttir til stofnunar kvenfélaga, Páll Zophóníasson til stofnunar nautgripa- 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.