Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 62
var útbreiðslan, að heildarsamtök ungmennafélaga í landinu voru
stofnuð þegar árið 1907.
Gróður í Fellshreppi var stofnað 1916 og er elsta ungmennafé-
lagið í Strandasýslu, en sex til viðbótar voru stofnuð 1920-1930.
Ungmennafélögin störfuðu í öllum hreppum sýslunnar 1930 ut-
an Árneshreppi. Efling í Reykjarfirði tók til starfa 1939, en félags-
svæðið náði yfir innri hluta Árneshrepps. Ungmennafélag tók
síðan til starfa í nyrðri hlutanum 1941. Samgönguerfiðleikar
munu vera orsök þessarar skiptingar. Mannmargt var á Djúpuvík
á síðari hluta 4. áratugarins eftir að síldarverksmiðja tók þar til
starfa 1934. Þrjú ungmennafélög hafa tekið til starfa eftir stríðslok
eða þar um bil. Stofnun eins þeirra mun eiga rætur að rekja til
skiptingar Hrófbergshrepps, en hin tvö koma í staðinn fyrir ung-
mennafélög, sem lagst höfðu í dá.
Auk ungmennafélaganna hafa fjögur tafl- og bridgefélög starf-
að í sýslunni, eitt skátafélag, eitt sundfélag, eitt málfundafélag og
ein ungmennastúka.
Ungmennafélagshreyfingin virðist hafa borist síðar til Stranda
en margra annarra landshluta. Skýringin kann að vera sú, að
lestrarfélögin í sýslunni voru mörg hver öflug og sinntu ýmsum
verkefnum, sem ungmennafélögin höfðu á sinni könnu. Þörfin
fyrir ungmennafélög kann því að hafa verið minni í Strandasýslu
en í sumum öðrum byggðarlögum.
Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða er elsta félag
Strandamanna og stofnað f845, svo sem fyrr var getið. Félaginu
var skipt í Lestrarfélag Fellshrepps og Lestrarfélag Tungusveitar
(Kirkjubólshrepps) árið 1890. Fjögur lestrarfélög voru stofnuð
næsta áratuginn, Lestrarfélag Árneshrepps var stofnað 1913 og
Lestrarfélag Óspakseyrarhrepps 1921.
Tvö leikfélög hafa starfað í sýslunni, bæði stofnuð 1980—1981.
Eins kirkjukórs er getið í Strandir II., en fleiri slíkir hljóta að hafa
starfað á svæðinu.
Markmið þessara félaga er að stuðla að bættu mannlífi og betri
lífsafkomu. Frumkvæði hefur komið víða að. Einstaklingar hafa
hvatt til stofnunar sumra félaganna, Halldóra Bjarnadóttir til
stofnunar kvenfélaga, Páll Zophóníasson til stofnunar nautgripa-
60