Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 71

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 71
því oft að ganga þar sem brattinn var rnestur, en þá voru aðeins ruddar hestagötur þar sem nú er fær bílvegur. Utsýn þegar upp er komið er hin fegursta. Við blasa eyjar og sker Breiðafjarðar. Við fengum að stansa þarna stundarkorn og líta niður yfir dalinn okkar og æskuheimilið, sem við litum ekki aftur fyrr en að mörg- um árum liðnum. Þegar við komum norður af heiðinni blasti við okkur allt önnur sýn: Steingrímsfjörður hreinn og tær og sólroðin Strandaíjöllin í ijarska. Næsti bær við heiðina er Tröllatunga. Þar bjó Jón Jónsson frá Laugabóli og Halldóra Jónsdóttir frá Hjöllum í Þorskafirði. I Tröllatungu var mjög vel hýst, falleg gestastofa með fínum hús- gögnum. Eftir að hafa notið góðra veitinga og hvíldar hjá þessu gestrisna fólki lá nú leið okkar út með Steingrímsfirði að Smá- hömrum. Þar bjuggu Björn Halldórsson og Matthildur Björns- dóttir. Pabbi og Björn voru bræðrasynir. Eftir góðar veitingar og hvíld sneri Kristmundur heim á leið með hestana. Björn frændi ýtti bát úr vör og nú var ferðinni heitið yfir Steingrímsfjörð að Drangsnesi. Þegar komið var þar að landi tóku á móti okkur Guðmundur Guðmundsson og synir hans, frískir strákar og skemmtilegir. Eftir að hafa þegið góðar veitingar hjá Ragnheiði frænku héldum við áfram fet ð okkar áleiðis út að Bæ og er það stutt bæjarleið. Nú vorum við gangandi og bar pabbi farangur okkar, sem var heldur fyrirferðarlítill. Við komum að Bæ að áliðnu kvöldi þreytt eftir langa ferð á hestum og sjó og nú gangandi, en við vorum aðeins sjö og níu ára. Guðrún móðursystir okkar tók okkur með hlýju og gestrisni. þau hjón höfðu óskað eindregið eftir að fá Guðrúnu í fóstur en ekki dreng. Að morgni var enn haldið áfram ferðinni norður að Eyjum. Nú lá leiðin norður yfir háls að Kaldrananesi. Enn var gott veður en ekki sól og dálítill þokuslæðingur. Klukkutíma gangur er talinn þarna á milli bæja. Guðrún frænka og Gunna systir komu með okkur dálítið upp á hálsinn. Þá var stansað og kveðjustundin runnin upp. Hún var erfið. Við systkinin vorum rnjög samrýnd, en ekki þýddi að gráta. „Það sem verður að vera viljugur skal hver 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.