Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 76

Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 76
verið róið. Það er gömul sögn að þarna réru menn fyrir óralöngu og þeir áttu að hafa haft fanggæslu sem Gunna var kölluð. Sam- lyndið var ekki betra en það, að þeir drápu kerlinguna og höfðu hana í beitu, en hvort þeir hafa fiskað vel á ketið af Gunnu veit ég ekki, þess er ekki getið. Þó má það vel vera því þetta hefur verið nýnæmi fyrir þorskinn. Það er sagt að einn hásetinn hafi ekki viljað beita ketinu af Gunnu og verið henni alltaf góður. Svo leið á vertíðina og eina nótt dreymir þennan háseta að Gunna kemur til hans og segir við hann að hún biðji hann fyrir alla muni að fara ekki á sjó í dag því nú ætli hún að rugla undir beinunum á félögum hans, en hann hafi verið sér alltaf vinveittur og hún vilji ekki gera honum neitt mein. Þegar maðurinn vaknaði hugsar hann um drauminn og leist ekki á að fara á sjóinn og gerði sér upp veiki, en félagar hans fóru á sjóinn og fengu vont veður og fórust allir. Þetta varð til að bjarga þessum manni að hann fór eftir orðum Gunnu. Gullhóll í Tungu Það eru víst víða um landið örnefni sem eru kennd við gull svo sem Gullhóll, Gullfoss og fleiri og fleiri. Þjóðsagan segir að þarna hafi fornmenn falið gull sitt eins og tíðkaðist í heiðni. Hér í sveit veit ég um fjögur örnefni sem eru kennd við gull. Gullsteinar á Kollafjarðarnesi, Gullhóll á Gestsstöðum, Gullfoss í Miðdalsá fyrir framan Tind og Gullhóll í Tungu. Rétt við ána fram undir Kotinu í Tungu sem kallað er svo, er Gullhóll, hann er mikill nokkuð og hár og hefur þótt skrítið að sjá svona einstæðan hól svo menn hafa álitið að þarna hafl einhver fornmaður grafið gull sitt, ekki er þó þess getið að það hafi verið landnámsmaðurinn Steingrímur trölli. Trúin hefur verið svo sterk á þetta að einhverntíma hefur verið grafín furðu djúp gryfja ofan í hólinn. Þá áttu þau undur að hafa skeð að kirkjan sýndist í ljósum loga og var því hætt við að grafa. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.