Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 76
verið róið. Það er gömul sögn að þarna réru menn fyrir óralöngu
og þeir áttu að hafa haft fanggæslu sem Gunna var kölluð. Sam-
lyndið var ekki betra en það, að þeir drápu kerlinguna og höfðu
hana í beitu, en hvort þeir hafa fiskað vel á ketið af Gunnu veit ég
ekki, þess er ekki getið. Þó má það vel vera því þetta hefur verið
nýnæmi fyrir þorskinn. Það er sagt að einn hásetinn hafi ekki
viljað beita ketinu af Gunnu og verið henni alltaf góður. Svo leið á
vertíðina og eina nótt dreymir þennan háseta að Gunna kemur til
hans og segir við hann að hún biðji hann fyrir alla muni að fara
ekki á sjó í dag því nú ætli hún að rugla undir beinunum á félögum
hans, en hann hafi verið sér alltaf vinveittur og hún vilji ekki gera
honum neitt mein. Þegar maðurinn vaknaði hugsar hann um
drauminn og leist ekki á að fara á sjóinn og gerði sér upp veiki, en
félagar hans fóru á sjóinn og fengu vont veður og fórust allir.
Þetta varð til að bjarga þessum manni að hann fór eftir orðum
Gunnu.
Gullhóll í Tungu
Það eru víst víða um landið örnefni sem eru kennd við gull svo
sem Gullhóll, Gullfoss og fleiri og fleiri. Þjóðsagan segir að þarna
hafi fornmenn falið gull sitt eins og tíðkaðist í heiðni. Hér í sveit
veit ég um fjögur örnefni sem eru kennd við gull. Gullsteinar á
Kollafjarðarnesi, Gullhóll á Gestsstöðum, Gullfoss í Miðdalsá fyrir
framan Tind og Gullhóll í Tungu. Rétt við ána fram undir Kotinu
í Tungu sem kallað er svo, er Gullhóll, hann er mikill nokkuð og
hár og hefur þótt skrítið að sjá svona einstæðan hól svo menn hafa
álitið að þarna hafl einhver fornmaður grafið gull sitt, ekki er þó
þess getið að það hafi verið landnámsmaðurinn Steingrímur
trölli.
Trúin hefur verið svo sterk á þetta að einhverntíma hefur verið
grafín furðu djúp gryfja ofan í hólinn. Þá áttu þau undur að hafa
skeð að kirkjan sýndist í ljósum loga og var því hætt við að grafa.
74