Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 94
hann hafi annað hvort ekki heyrt það sem ég sagði eða ekki tekið
neitt mark á þessari vitneskju minni, enda niðursokkinn við að
teikna. Hann rétti mér teikninguna og spurði hvernig mér fynd-
ist. Mér sýndist hún furðu lík fyrirmyndinni.
Síðan héldum við út með firðinum sunnan megin, en fiskurinn
lá eftir á eyrunum og beið örlaga sinna. Vegurinn var götuslóðar
eða ógreinilegir troðningar, enda höfðu engir vegagerðarmenn
farið þar höndum um heldur fætur kinda og hesta sem áttu þar
leið um stöku sinnurn. Oftast fórum við fetið en sprettum þó úr
spori af og til þegar færi gafst.
Þegar við komum heirn að Dröngum voru hjónin ásamt börn-
um sínum að riija við ijárhúsin norður á túninu. Þegar ferðafélagi
minn hafði sagt deili á ferðum okkar, bað bóndinn konu sína að
fylgja okkur heirn og gjöra okkur eitthvað gott.
Um kvöldið lék ég mér við dætur bóndans sem voru á líku reki
og ég. Seint um kvöldið vorum við stödd niður við Hlein og lékum
okkur að skeljum, verður mér þá litið niður í fjöruna. Það var vel
hálffallinn sjór. Eg hugsaði með mér að nú væri mátulegt að fara
yfir ána. Stuttu seinna fórum við heim að bænum.
Morguninn eftir var ég vakinn á tilteknum tíma. Eftir að hafa
neytt góðgerða og kvatt félaga minn og heimilisfólkið héldum við
Lýsa af stað. Veður var hið sama og daginn áður, nema að öðru
hvoru sást til sólar og heldur var heitara í veðri.
Lýsa lullaði með mig norður grundirnar áleiðis heim. Heimfús
var hún ekki, henni líkaði vel á Dröngum. Það kom fyrir að hún
stryki þangað, þegar henni leiddist fásinnið í Skjaldarvík. En hinir
hestarnir fylgdu henni ekki, þegar strokið kom yfir hana, heldur
undu glaðir við sitt. Það varð eins konar þegjandi samkomulag í
millum okkar að hraða ferðinni ekki meir en hæfilegt var og nota
tækifærið að sjá það sem forvitnilegt þótti. Ég stansaði í víkinni við
Vatnshöfðann, leit inn í beitarhúsið þar, fór niður í fjöruna við
Meyjarána til að vita hvort eitthvað merkilegt leyndist þar. Þannig
siluðumst við Lýsa heim á leið. Lengst varð þó dvölin á Fornasel-
inu (oft kallað Drangasel). Þar var ferjustaður yfir Bjarnaríjörð.
Gegnt því hinum megin fjarðarins var Skaufasel (oftast kallað Sel
eða Skjaldarvíkursel). Þaðan var ferjað austur yfir fjörðinn. Smá-
92