Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 106

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 106
melta lygina úr því þótt ég fari nú ekki að velta fyrir mér skáldskap til viðbótar. Það eru nógu margar útgáfurnar samt af vitleysunni. Jón leit brosandi í kringum sig til að vita hvað hinir segðu, en þeir þögðu, og eftirvæntingin var auðséð í svip þeirra. Þeir áttu von á snörpum orðahnippingum milli Jóns og verkstjórans. — Já, Björn minn, svaraði Jón með sinni norðlensku rósemi. Það er svo sem ekki allt satt, sem stendur í blaðagreyjunum, en ég er sveitamaður eins og þið vitið, afstúfaður búhokrari eins og þú Björn sagðir um daginn, en ég hef alltaf lesið og oft keypt bækur, þegar ég fékk varla úttekt í kaupfélaginu fyrir skuldum, en nóg um það. Eg ætla að segja ykkur stutta sögu um sögu ef ég má svo að orði komast úr mínu byggðarlagi. Þegar ég var barn, þið vitið, að ég er nú á sjötugsaldri, kom þýdd saga í Nýjum kvöldvökum vinsælu Akureyrar-tímariti sem enn er gefið út. Saga þessi hét „Móðir snillingsins" og fjallaði um full- orðna jómfrú sem aldrei hafði gifst né átt börn. Hún var ósköp einmana, þreytt á lífinu og tilgangsleysi þess að vera alltaf ein með sjálfri sér. Svo kom henni í hug snjallur listmálari, sem hún kann- aðist við og dreif sig á fund hans. Hún tjáði honum að sjálfsögðu með háttvísum kvenlegum formála, að sig langaði þau ósköp til að eignast barn, sem yrði snillingur eins og hann, en hún skyldi ein annast það að öllu leyti og engum segja faðernið. Það yrði bara vitað af þeim tveimur, og ekki skyldi hún verða honum til neins trafala í lífinu. Hann gæti farið sínar götur allar jafnt fyrir því en hefði þó aukið við þjóð sína einum snillingi sem ekki væri svo lítils vert. Jæja, svo tókst nú til, að listmálarinn var til í tuskið, kannski leist honum á konuna, þótti lofið gott og sjálft verkið ekki svo fráhrind- andi. Hvað um það, konan átti barn í fyllingu tímans samkvæmt áætlun og svo man ég nú ekki meira úr sögunni. — Þetta er ekki svo vitlaus saga, sagði Maggi, ungur piltur í vinnuflokknum. — Svona konur vildi ég hitta, þá þyrfti enga Kvíabryggju og enga afskiptasemi. — Já, sagði einn úr hópnum, það hefði komið sér notalega fyrir þig í fyrra þegar þú fékkst tvö í hausinn, að þær hefðu þekkt þessa gömlu og góðu aðferð. Ha, ha.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.