Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 124
graslaut stundarkorn, eins og þegar ég sat og hvíldi mig á vegar-
brúnunum eða skurðbökkunum á ökrunum utan við Friðriks-
berg, horfði á skýin þjóta um himininn og sá í þeim alls konar
myndir. Við þetta hvarf óyndi mitt smátt og smátt, og ég fann
síður til einstæðingsskapar.
Frá upphafi Borðeyrarveru minnar hafði ég það sífellt í huga,
að þangað væri ég kominn til þess að sjá og nema. Ég fann fljótt, að
það myndi bezt takast með því að hafa sem mest samneyti við
viðskiptamennina og kynnast sem bezt þeim kjörum, er landið
hafði að bjóða. Strax fyrstu dagana, sem ég stóð við afgreiðslu í
lestarbúðinni í „Júnó“, komst ég að raun um, hvaða vörur það
voru, sem fólkið keypti. Það kom greinilega í ljós, hve lítið menn
tóku út af óþarfa varningi, hve þjóðin var sparsöm, og hve mikla
áherzlu allur almenningur lagði á það, að komast af upp á eigin
spýtur.
Fyrsta misserið, sem ég var á Borðeyri, fann ég ekki mikið til
óþæginda af því að vera alveg kauplaus og félaus. Þetta var siður í
þá daga, sem unglingar á mínum aldri urðu að sætta sig við, enda
um engar freistingar til skemmtana að ræða. Enda var ég engu
vanur frá skólaárunum í því tilliti.
Verzlunarsvæði Borðeyrar var stórt á þessum árum. Þangað
sóttu bændur úr sunnanverðri Strandasýslu, úr Dalasýslu, allt
vestur í Saurbæ, úr Norðurárdal í Borgarfirði og Þverárhlíð, og úr
allri vestanverðri Húnavatnssýslu, allt til Vatnsdals.
Útflutningur frá Borðeyrarverzlununum tveimur var á næstu
árum talinn mestur allt að 1200 ballar af ull. Eftir því ætti sauðfjár-
eign viðskiptamanna Borðeyrarverzlananna að hafa verið um eða
yflr 90 þúsund.
Viðskiptamönnum Valdemars Brydes hafði farið fjölgandi þau
sumur sem hann hafði haft spekúlantsskip á Borðeyrarhöfn, en
þetta sumar fjölgaði þeirn að vonum mun meira, því að nú hafði
Bryde fengið fyrir verzlunarstjóra þaulvanan kaupmann, Svein
Guðmundsson frá Búðum. Hafði Sveinn að sögn 4 þús. kr. árs-
laun hjá Bryde. Það voru mikil laun þá. Sveinn var fyrirmannleg-
122