Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 126
Öndin spriklar öfundsjúk
innan í brjósti mínu.“
Sveinn og Kristín eignuðust tvær dætur, Sigríði, er síðar giftist
Jakobi Björnssyni kaupmanni á Svalbarðseyri, og Steinunni, er
giftist dr. phil. Bjarna Sæmundssyni prófessor.
Verzlunarhús Valdemars Brydes, er hann reisti á Borðeyri
sumarið 1878, var mikil bygging á þeirra tíma mælikvarða.
Grunnflötur hússins var 18 X15 álnir. Snéri húsið göfluni í norður
og suður. Var það ein hæð undir þakskegg, að þeirra tíma sið, en
ris svo hátt, að tvö loft voru yfir stofuhæð. Ibúð verzlunarstjórans
var í suðurenda hússins, er snéri að Borðeyrarhöfn. Voru þar
þrjár stofur undir gafli yfir húsið þvert. Inngangur var á austur-
hlið, tvennar dyr samhliða, aðrar inn í íbúð verzlunarstjórans, en
hitt voru búðardyrnar. Gangur var um þvert húsið í norðanverðri
íbúðinni, og úr honum gengið bæði upp á loft og niður í kjallara.
Einkaskrifstofa verzlunarstjórans var í íbúðinni, næst útidyrum.
Síðan var dagstofa, en borðstofa vestast. Yflr stofunum voru þrjú
svefnherbergi. Auk þess var uppi á loftinu eitt súðarherbergi,
undir vestursúð, með þakglugga og tveimur rúmstæðum. Þar var
vistarvera mín á fyrstu Borðeyrarárum mínum.
Næst íbúðinni var sölubúðin um húsið þvert. Er inn í búðina
kom, var langt búðarborð til hægri handar og skrifpúlt á búðar-
borðinu næst dyrunum. Skrifstofa verzlunarinnar var undir
vestri vegg, eins og afþiljað horn af búðinni, og náði afgreiðslu-
borðið frá austurvegg að horni skrifstofunnar. Rúmið fyrir fram-
an búðarborðið var þeim mun styttra, sem skrifstofunni nam.
Hillur voru á öllum norðurvegg búðarinnar. Allt húsið norðan
búðarinnar var geymslupláss eða pakkhús, nema afþiljað var her-
bergi við vesturvegg. Var innangengt í herbergið úr búðinni. Þar
voru alltaf þrjár víntunnur á stokkum, ein með brennivíni, önnur
með messuvíni og hin þriðja með rommi. Þar voru og hillur fyrir
smjörpinkla sem lagðir voru inn í verzlunina, einkum haust og
vetur. Smjörið kom aðallega frá bændum í Dölum. Dalamenn
fóru að jafnaði aðeins tvær aðal-kaupstaðarferðir á ári. En þeir
sendu oft smjörpinkla, t.d. um jólin, til þess að kaupa fyrir jóla-
124