Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 15
Eftir þetta skrifaði ég sex sinnum þannig pistla í Strandapóst-
inn. Heldur voru þau skrif snubbótt og stopul og mun biðin
eftir skilum oft hafa reynt á þolrif þess ágæta fólks sem ritnefnd-
ina skipaði. Að lokum fór það svo árið 1973, þegar við hjónin
fórunr að koma okkur upp þaki yfir höfuðið að hætti flestra
Islendinga, með öllu álagi sem því fylgir, að þessi ritmennska
varð að þoka fyrir þeim búsorgum.
Og nú fengu brottfluttir Strandamenn ekki pistilinn sinn um
allmörg ár. En í neyð er hjálpin sjaldan fjarri. Eftir að Stefán
Gíslason gerðist sveitarstjóri á Hólmavík réðist það svo að hann
fór að skrifa „Fréttir að heiman“ í Strandapóstinn og hélt því
áfram næstu tíu árin. Það verður ekki betur gert. A síðasta ári
skipuðust mál hinsvegar svo að Stefán lét af störfum sveitarstjóra
á Hólmavík og dvelur nú með Svíum í þeirri borg sem þeir
byggðu og kalla í Lundi, þar sem postularnir ganga allir á hverri
stundu í kring í turnklukku dómkirkjunnar. Þar hyggst hann
efna til gagnkvæmra kynna við hinn stóra heim og nemur í
háskóla um þau efni sem kölluð eru umhverfisfræði og beinast
að því að finna ráð gegn því að mannskepnan tortími „Móður
jörð“ með auðhyggju og græðgi. Mér bíður í grun að heimurinn
hafi meiri ávinning af þessum kynnum. En Strandapósturinn
missti af „fréttum að heiman“.
Nú var það á þorra 1998 að Jónas R. Jónsson frá Melum, ann-
ar brottfluttur bændahöfðingi og eldhugi af Ströndum hringdi í
mig og bað mig að festa á blað fyrir Strandapóstinn eitthvað um
þá atburði liðins árs sem vert væri að muna. Og auðvitað fór það
eins og forðum. Hann var fljótur að fá mig til að játast undir
þetta verkefni.
Tírninn er undarleg skepna. Sífellt endurtekur hann sig, en
þó er hann aldrei samur. Enginn getur höndlað hann eða heft
hans skeið og hver væri bættari með því. Kannske er hann ekki
til. Menn hafa fundið upp kostulegar vélar til að gera á honurn
hárfinar mælingar. Hver er þó sá sem ekki hefur lifað augnablik
sem heila eilífð eða skynjað heila ævi sem örskotsstund?
Og nú sest ég við tölvuna til að skrifa „Strandaannál“ eins og
fyrir þrjátíu árum. Blýanturinn frá 1968 er uppurinn og tíminn
er annar, en þó hinn sami. Atburðirnir verða hinir sömu, aðeins
13