Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 91
stóðu. Hér er engin hrakfallasaga sögð. Aðeins brugðið upp
mynd af því sem menn allsstaðar áttu við að búa á þessum tím-
um. Nú er öldin önnur. Ný farartæki komin til sögu og vegur til
allra bæja um byggðina, sem bægt er að opna með ruðnings-
tækjurn ef á þarf að halda. Og síðast en ekki síst er það flugið,
síðan það kom til. Fyrst með sjóflugvélum, en síðar með flugi á
Gjögur eftir að flugvöllurinn var gerður þar. Er óhætt að segja
að það hefur oft orðið til að bjarga mannslífum hér á þessum af-
skekktu slóðum. Oft hefur það staðið svo tæpt að ég og aðrir
hafa fært það undir það að yfir okkur hér á nyrstu slóðum væri
vakað og við nytum sérstakrar verndarhandar þegar mest lægi
við. Það hefi ég reynt á mér sjálfum og mínum nánustu, auk
annarra. Má raunar segja að það hafí verið orðin trú okkar að
yflr okkur væri vakað jafnt hér og annars staðar.
Læt ég svo lokið þessum minningabrotum. Þetta sótti á mig í
morgun þegar ég vaknaði. Það varð til þess að ég tók mér penna
í hönd, fékk mér blöð og skrifaði þetta niður í einum áfanga,
með úrtöku fyrir hádegisdúrinn, sem ég kemst ekki undan
vegna áhrifa af þeim lyfjum, sem ég læt í mig til að halda líftór-
unni.
Því er lokið og botninn sleginn í kl. fjögur samdægurs (4/1
‘95). Segja má að litlu sé haldið til haga.
Guðmundur P. Valgeirsson
Þankar:
Oft hvarflar að mér að setja á blað frásögu af tveim ferðum
yfir Húnaflóa á bátnum Heppni í Ofeigsfirði í byrjun júlí 1922
og 1923. Vorum við fjórir á. Þeir voru: Pétur í Ofeigsfirði, Oli
Ketilsson mágur Péturs, síðar prestur í Ögurþingum, ég sjálfur
og Albert bróðir minn í fyrri ferðinni en Guðmundur á Melum
í þeirri síðari. - Þær ferðir voru ekkert ævintýri heldur liður í
hversdagslífinu, en af þátttakendum er ég einn á lífi. - En ég er
orðinn svo dofinn og sinnulaus að líklega dregst það úr hömlu
að ég láti verða af því. Sama er að segja um ferð þeirra hjóna,
89
L