Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 39
Strandagangan
Skíðaáhugamenn létu nokkuð að sér kveða á árinu. Stærstu
atburðir á þeim vettvangi voru Strandagangan, sem er hluti af ís-
landsmótinu á skíðum, Vestfjarðameistaramót í göngu, Héraðs-
mót HSS og Búnaðarbankamótið. Þá fór einn keppandi, Sig-
valdi Magnússon, á Andrésar andar leikana, sem haldnir voru á
Akureyri 23.-26. apríl og náði 2. sæti í 3 km göngu, bæði með
hefðbundinni og frjálsri aðferð. Tími hans með hefðbundinni
aðferð var 10,f8 mín. og með frjálsri aðferð 9,38 mín. Atta efni-
legustu keppendur á leikunum fengu skíðabúnað að gjöf og var
Sigvaldi einn af þeim.
Strandagangan fór fram í þriðja sinn í Selárdal 22. mars. Blíð-
skaparveður var, logn og sólskin og 5-7 stiga hiti. Vegalengdir
voru 5 km, 10 km og 20 km. Startað var á Brandsholti, rétt við
sumarhúsið Syrpu, og var endamarkið á sama stað. Gengið var
fram í Selárdal. Þeir sem fóru Í0 km og 20 krn gengu rétt fram
fyrir Þjóðbrókargil, síðan þvert yfir dalinn og niður hann austan
megin og endað á Brandsholtinu. Snjórinn í brautinni var
blanda af gömlum og nýjurn snjó. Gengið var með hefðbund-
inni aðferð. Ails voru ræstir 111 keppendur á mótinu, en 2 luku
ekki keppni. Mun það vera fjölmennasta mót í Islandsmótinu í
skíðagöngu sem haldið hefur verið.
37