Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 24
ungsþings Vestfjarða um samgöngumál, en um hana voru menn
ekki á eitt sáttir. I samþykkt Fjórðungsþingsins er gert ráð fyrir
að aðalleiðin frá Isafirði til suðvesturhornsins liggi um Isafjarð-
ardjúp og Steingrímsfjarðarheiði, en síðan verði lagður nýr veg-
ur um Tröllatunguheiði, úr Arnkötiudal í Gautsdal, sem tengi
leiðina á Gilsfjarðarbrú og áfram verði haldið um Svínadal og
Bröttubrekku. I tillögum samgöngumálanefndar Alþingis er
ekki gert ráð fyrir að þessi vegagerð geti hafist fyrr en eftir árið
2007, ef vegstæðið reynist álitlegt við rannsóknir, en á meðan er
ekki gert ráð fyrir að verulegar endurbætur verði gerðar á veg-
inum suður Strandasýslu. Þetta eru margir Strandamenn mjög
óánægðir með og telja að aðalleiðin frá Vestfjörðum eigi að
liggja um Strandasýslu, eins og nú er. A hinn bóginn heyrast
einnig raddir um það á Vestfjörðum að aðalleiðin þaðan skuli
liggja um Barðastrandarsýslur og enn aðrir vilja leggja leið sína
um Djúp og Þorskafjarðarheiði.
Lítið var um vegagerð í Strandasýslu á árinu, en eina nýbygg-
ingin var 600 m langur kafli við Víðidalsá í Steingrímsfirði.
Steyptur var 7 m breiður og 52 m langur stokkur í ána, með 12
m hárri uppfyllingu yfir. Er þetta mikið mannvirki og leysir af
hólmi gömlu brúna á Víðidalsá, sem byggð var 1912.
Onnur verkefni í vegagerð í sýslunni voru viðhald. Nokkrir
vegarkaflar voru yfirkeyrðir með malarslitlagsefni og má þar
nefna Langadalsströnd, Tungusveit og Kollafjörð. Harpað var
malarslitlagsefni í Arneshreppi í fýrsta sinn. Þá voru settir upp
vind- og hitamælar á Tröllatunguheiði og eru því hafnar undir-
búningsrannsóknir vegna hugmynda um frekari vegagerð þar.
Landbúnaður: Hvað veðurfar snerti var árið 1997 landbúnaði
ákaflega hagstætt. Það sem á bjátar er fyrst og fremst tengt verð-
lagi og framleiðslustjórnun sem stafar af offramleiðslu og á því
lítið skylt við veðurfar í venjulegum skilningi. Veturinn var snjó-
léttur, en kalskemmdir urðu nokkrar í aprílmánuði, vorið var
kalt, en góðviðrasamt svo sauðburður gekk vel og fénaður gekk
vel fram. Grasspretta var seint á ferðinni, en kom þá með þvílík-
um hraða að menn muna vart annað eins og heyfengur varð fá-
22