Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 71
Finnur Jónsson og Jóhanna Matthíasdóttir, Kjörseyri.
Sívertsen á Kjörseyri; var Matthías þá nýlega dáinn, og tók Finn-
ur við jörðinni og hefur búið þar alla tíð síðan.
Með konu sinni fjekk Finnur talsverð efni, og reisti stórt bú á
Kjörseyri, eignarjörð sinni, og hana hefur hann ávalt reynt að
bæta af fremsta megni, sljettað mikið í túninu og stækkað það
mjög með útgræðslu og framræslu, grafið vörsluskurði í kring-
um það mörg hundruð faðma langa, og er það nú allt vel girt
með þeim og gaddavír, einnig hefur hann bygt nátthaga og jarð-
eplagirðingar í stórum stíl, eftir því sem þar tíðkast um sveitir.
Alla sína búskapartíð hefur Finnur átt við mikið heilsuleysi að
stríða, bæði á sjálfum sér og þó sjerstaklega á konu sinni, er
missti sjónina um þrítugsaldur. Reyndi hann þá að láta hana
ferðast til Kaupmannahafnar til lækninga, en sú ferð varð árang-
urslaus, en kostaði mikið fje. Mörgum árum síðar læknaði Björn
Olafsson augnalæknir hana, svo að síðan hefur hún haft nægi-
lega sjón til þess að standa fyrir búi sínu.
Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð verið sannkallað íslenskt
gestrisnisheimili. Það er feikna fje er þau hafa varið til beina
gestum og gangandi, án nokkurs endurgjalds, sjerstaklega á fyrri
69