Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 72
árum, meðan efnin voru meiri og vínnautnin almenn þar um
sveitir, því að í henni tók Finnur talsverðan þátt. En „þá skortir
síst vini er ölið er á könnunni". Það meðal annars lýsir vel hygg-
indum og staðfastri lund Finns, að hann nú fyrir nær 30 árum
[greinin er skrifuð 1907] fjekk menn með sjer, til þess að hætta
algerlega allri vínnautn, og hefur hann haldið það heit ágætlega
síðan.
Finnur bóndi hefur rniklar og liprar gáfur, hefði eflaust getað
orðið gott skáld, ef hann hefði iðkað þá list, en hann hefurjafn-
an verið óframgjarn og látið lítið á sjer bera, er að líkindum staf-
ar af því, að hann hefur fundið til þess meins, eins og svo marg-
ir alþýðumenn, að hann fór á mis við uppfræðslu á æskuárun-
um. Hann hefur á eigin spýtur, aflað sjer töluverðrar þekkingar
í mörgum fræðigreinum, svo að óhætt mun vera, að telja hann
með fróðari og áhugasamari mönnum í bændastjettinni á hans
aldri. Hann hefur eptir megni reynt að eignast allar þær fræði-
bækur og rit á íslenskri tungu, sem hann hefur getað náð í, svo
fágætt mun vera, að bændur eigi fjölskrúðugra bókasafn en
hann á nú.
Hann hefur ritað margar greinar og ritgerðir í blöð og tíma-
rit um ýmis málefni, og má nefna meðal annars um tamningu
hesta, því hann er mikill hestavinur, og tamningamaður talinn
ágætur.
A yngri árum lagði Finnur mikið kapp á, að komast niður í
sönglistinni, því hann var söngmaður góður; hafði hann þá ekki
annað en Leiðarvísir Ara Sæmundsens og svo langspilið sjer til
leiðbeiningar. A efri árum eignaðist hann harmóníum, og hafa
flest börn hans lært að spila á það meira eða minna. Finnur er
að náttúrufari mjög hneigður fýrir lækningar og hefur reynslan
og áhuginn aflað honum mikillar þekkingar í þeirri grein, enda
hefur hann í mörgum tilfellum hjálpað bæði mönnum og
skepnum með handlægni sinni og ráðleggingum.
Meðal annars, er einkennir Finn frá mörgum mönnum, er
það, hvað hann er glöggskygn og minnugur; hann hefur t.d. oft
teiknað myndir eftir minni, af mönnum sem dánir hafa verið
fyrir fjölda mörgum árum, svo líkar, að þeim er til þektu hefur
þótt ótrúlegt. Eins er hann minnugur á alla viðburði fýr og síð-
70