Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 47
Einn var Lýður hér á landi 1703 og sá í Dalasýslu, en 1801
voru fjórir, þar af einn Strandamaður ungur, Lýður Jónsson í
Skálholtsvík í Ospakseyrarsókn, tveggja ára.
Mönnum með þessu nafni fjölgaði á 19. öld, ekki síst á
Ströndum, urðu þar þrír 1845 og sjö tíu árum seinna.
Nafnið Lýður heíur haldist allvel, eru 35 í þjóðskrá 1982 sem
svo heita aðalnafni eða einu. Skírðir þrír 1976 og einn 1985.
Magndís er síðari tíma samsetning. I manntalinu 1845 eru
tvær, hin eldri Magndís Magnúsdóttir, 24 ára á Felli í Fellssókn í
Strandasýslu. Föðurnafn hennar kynni að hafa haft áhrif á nafn-
smíðina. Hin var Sveinbjörnsdóttir, átta ára, á Osi í Rafnseyrar-
sókn. Nafn þetta hélst í Strandasýslu, voru þar þrjár 1855, og af
11 Magndísum 1910 voru sex fæddar Strandamenn. Konur með
þessu nafni eru 10-15 á síðari árum. Þrjár voru svo nefndar
1982.
Magnlaug er einnig smíð þeirra Strandamanna, en miklu
sjaldgæfara. Magnlaug Magnúsdóttir, 17 ára vinnukona á Reykja-
nesi í Arneshreppi 1845, er víst eina konan sem því nafni hefur
heitið.
Pantaleon er grískt nafn og talið merkja „sá sem hefur samúð
með öllum“. Heilagur Pantaleon frá Nicomediu, læknir og písl-
arvottur, lét lífíð fyrir trú sína árið 305. Messudagur hans er 27.
júlí. Sr. Sigurður Ketilsson á Ljótsstöðum í Vopnafirði (1689-
1730) orti rímur af Pantaleon píslarvotti.
Elsta dæmi þessa nafns á Islandi er Pantaleon Olafsson prest-
ur á Stað í Grunnavík, sá er Ogmundur Pálsson bannfærði 1531.
Arið 1703 hétu fjórir Islendingar nafni þessu, en 1801 voru þeir
tveir, annar þeirra barnungur Strandamaður, Pantaleon Þórólfs-
son á Óspakseyri. Hann var 1845 kominn að Kambi í Arnessókn,
en horftnn 1855. Arið 1910 var einn Pantaleon á Islandi, fædd-
ur í Dalasýslu, og síðan hverfur nafnið hér. Styttingin Panti var
til í Isafjarðarsýslu 1703.
Pálína er 19. aldar myndun af Páll að erlendum hætti. PáU
merkir lítill (lat. paulus). Mjög er erfitt í upphafi að halda sund-
ur gerðunum Pálína og Pálín, en hin fyrri varð brátt alls ráðandi.
Nafnið kom upp nokkuð skyndilega, engin íslensk kona hét
Pálína 1801, en voru orðnar 29 1845, ellefu þeirra Pálsdætur. Þá
45
L.