Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 37
Iþróttir: Iþróttalíf og æskulýðsstarf var með hefðbundnum hætti
á árinu. Eins og áður var það fyrst og fremst Héraðssamband
Strandamanna og sambandsfélög þess sem báru hitann og
þungann af því starfi. Vignir Orn Pálsson, formaður HSS, sinnti
einnig fiamkvæmdastjórastörfum fyrstu mánuði ársins, en síðan
tók Matthías Lýðsson, varaformaður, við formennskunni og
Sunneva Arnadóttir var ráðin framkvæmdastjóri yfir sumarmán-
uðina. Þá var Agúst Grétarsson ráðinn þjálfari hjá HSS. Núver-
andi formaður HSS er Sveinn Oskarsson, Drangsnesi.
Dagana 30. júní til 5. júlí stóð HSS fyrir sumarbúðastarfi fyrir
börn á aldrinum 6-12 ára, ásamt Elínu Oladóttur, staðarhaldara
á Laugarhóli, en þar voru sumarbúðirnar staðsettar. Alls sóttu
sumarbúðirnar f6 börn víðs vegar að úr sýslunni, en aðalvið-
fangsefni í búðunum að þessu sinni var leiklist, þar sem Guð-
mundur Haraldsson leikari var leiðbeinandi. I lokin höfðu
börnin sýningar á tveimur leikritum fyrir foreldra og aðra. Sýnd
voru leikritin „Bóthildur drottning“, sem er þjóðsaga af Strönd-
um og „Rauðhetta í óvæntum ævintýrum". Þóttu þau takast vel
og sýna góðan árangur af starfmu.
Sundmót HSS var haldið að Laugarhóli 29. júní. Þátttaka í
mótinu var frekar dræm, en þrjú félög sendu keppendur. Sund-
félagið Grettir með Umf. Neista á Drangsnesi innanborðs var
stigahæst á mótinu með 162 stig og vann því mótið fjórða árið í
röð.
Þátttaka í 22. landsmóti UMFI, sem haldið var í Borgarnesi
dagana 3.-6. júlí var eitt stærsta verkefni HSS á árinu. Þangað
sendi HSS um 40 manna hóp, knattspyrnulið í kvenna- og karla-
flokki, körfuboltalið í karlaflokki, briddssveit og 9 manns í frjáls-
ar íþróttir, glímu og starfsíþróttir. Þar lenti Jón Bjarni Bragason
í 2. sæti af 20 í kringlukasti og kastaði 45,68 m. I glímu kvenna
í +60 kg flokki lenti Steinunn Eysteinsdóttir í 2. sæti af 6 með 4
vinninga. Knattspyrnulið karla lenti í f3. sæti af 17 og knatt-
spyrnulið kvenna í 6. sæti af 11. Körfuknattleikslið karla lenti í
9.-16. sæti af 16.
Pollamót HSS í knattspyrnu fór fram á Hólmavíkurvelli 9. og
30. júlí. Keppt var í flokki 14 ára og yngri. Sigurvegari varð A-lið
Geislans.
35