Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 37

Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 37
Iþróttir: Iþróttalíf og æskulýðsstarf var með hefðbundnum hætti á árinu. Eins og áður var það fyrst og fremst Héraðssamband Strandamanna og sambandsfélög þess sem báru hitann og þungann af því starfi. Vignir Orn Pálsson, formaður HSS, sinnti einnig fiamkvæmdastjórastörfum fyrstu mánuði ársins, en síðan tók Matthías Lýðsson, varaformaður, við formennskunni og Sunneva Arnadóttir var ráðin framkvæmdastjóri yfir sumarmán- uðina. Þá var Agúst Grétarsson ráðinn þjálfari hjá HSS. Núver- andi formaður HSS er Sveinn Oskarsson, Drangsnesi. Dagana 30. júní til 5. júlí stóð HSS fyrir sumarbúðastarfi fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, ásamt Elínu Oladóttur, staðarhaldara á Laugarhóli, en þar voru sumarbúðirnar staðsettar. Alls sóttu sumarbúðirnar f6 börn víðs vegar að úr sýslunni, en aðalvið- fangsefni í búðunum að þessu sinni var leiklist, þar sem Guð- mundur Haraldsson leikari var leiðbeinandi. I lokin höfðu börnin sýningar á tveimur leikritum fyrir foreldra og aðra. Sýnd voru leikritin „Bóthildur drottning“, sem er þjóðsaga af Strönd- um og „Rauðhetta í óvæntum ævintýrum". Þóttu þau takast vel og sýna góðan árangur af starfmu. Sundmót HSS var haldið að Laugarhóli 29. júní. Þátttaka í mótinu var frekar dræm, en þrjú félög sendu keppendur. Sund- félagið Grettir með Umf. Neista á Drangsnesi innanborðs var stigahæst á mótinu með 162 stig og vann því mótið fjórða árið í röð. Þátttaka í 22. landsmóti UMFI, sem haldið var í Borgarnesi dagana 3.-6. júlí var eitt stærsta verkefni HSS á árinu. Þangað sendi HSS um 40 manna hóp, knattspyrnulið í kvenna- og karla- flokki, körfuboltalið í karlaflokki, briddssveit og 9 manns í frjáls- ar íþróttir, glímu og starfsíþróttir. Þar lenti Jón Bjarni Bragason í 2. sæti af 20 í kringlukasti og kastaði 45,68 m. I glímu kvenna í +60 kg flokki lenti Steinunn Eysteinsdóttir í 2. sæti af 6 með 4 vinninga. Knattspyrnulið karla lenti í f3. sæti af 17 og knatt- spyrnulið kvenna í 6. sæti af 11. Körfuknattleikslið karla lenti í 9.-16. sæti af 16. Pollamót HSS í knattspyrnu fór fram á Hólmavíkurvelli 9. og 30. júlí. Keppt var í flokki 14 ára og yngri. Sigurvegari varð A-lið Geislans. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.