Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 46
Árið 1703 voru 14 Kolþernur á íslandi, einkum sunnanlands
og vestan. Arið 1801 haíði þeim fækkað í átta, og þar af voru sex
í Dalasýslu. Tekur þetta svipmikla nafn að einangrast þar um
slóðir. Arið 1845 hefur fækkað um helming, og eru þrjár í Döl-
um en ein í Strandasýslu.1 Tíu árum síðar eru enn fjórar og all-
ar í Dölum. Arið 1910 eru enn tvær Kolþernur, báðar fæddar í
Dalasýslu. Síðan ekki söguna meir. En nú skíra menn einstöku
sinnum Koljinnu og Kolfreyju og mörgum sinnum Kolbrúnu.
Lalíla er erfitt nafn að skýra. Það kemur aðeins fýrir í samsetn-
ingunni Lilja Lalíla. Hin fýrsta, sem bar þessi nöfn, fæddist
u.þ.b. 1734 og varð ljósmóðir í Guðlaugsvík í Hrútafirði.-’ Eftir
henni hétu nokkrar, eins og gerðist um góðar ljósmæður.
Nefndust þrjár konur Lilja Lalíla 1801, tvær á Kollsá áðurnefnd-
ar og ein á Fæti í Eyrarsókn í Isafjarðarsýslu. Arið 1845 bera tvær
konur nöfn þessi, fýrrnefnd Lilja Lalíla í Heydal og alnafna
hennar 31 árs, í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dölum. Tíu árum
seinna heita enn tvær konur þessu nafni, báðar í Strandasýslu,
en svo hverfur það.
Er þetta afbökun úr Dalíla? Er þetta trall: „la-li-la“, eins og
sungið er, þegar í texta segir að hittast skuli í kvöld við ósinn? Er
þetta barnabuldur? Eða er þetta afbökun úr Lalía? Ein var Lalía
á Islandi 1703, Eiríksdóttir, sex ára í Haga í Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu. Lalía gæti verið stytting úr Evlalía (= „fagurtalandi'j,
en það gæti líka verið sjálfstætt nafn, „sú sem talar“, af grísku
laleo = tala.
í sambandi við nafnið Lilja Lalíla verða spurningarnar marg-
ar, en svörin fá.
Lýdur er þýskættað nafn, skylt Leute á þýsku sem merkir þjóð
eða fólk. Nafnið mun hafa borist hingað um dönsku, og til var
þýsk-danska nafnmyndin Liutger („Lýðgeir'j, eiginlega sá sem
berst fýrir fólkið. Má mikið vera, ef Lúther er ekki sama nafn í
upphafi sínu.
1 Kolþerna Þórðardóttir, 47 ára, húsfreyja á Krossárbakka.
~ Jón Helgason: íslenskt mannlíf III.
44