Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 25
dæma mikill. Hins vegar var tíð vætusöm svo gæði heyjanna
urðu víða ekki í samræmi við magn. A haustmánuðum var tíðar-
far stirðara þegar á leið, en varð þó ekki til vandræða við slátur-
störf og fjárrag. Sauðfé kom yfirleitt á hús fyrri hluta nóvem-
bermánaðar, enda áttu bændur yfrið nóg af heyjum og flestir
hafa nú tekið upp þann hátt að klippa féð um leið og það er tek-
ið inn.
Nú er svo komið að mjólkurframleiðsla er næstum aflögð í
Strandasýslu. Aðeins er framleidd rnjólk á tveim bæjunr í Bæjar-
hreppi og er mjólkin þaðan flutt í Mjólkurstöðina á Hvamms-
tanga. I rnörgum sveitum sjást nú hvergi kýr á stöðli, en neyslu-
mjólkin er flutt með bílum að sunnan. Sauðfjárræktin er því
undirstöðuatvinnugrein í sveitunum, en nýting hlunninda og
ferðaþjónusta skipta einnig nokkru máli.
A undanförnum árum hefur mátt greina glögg merki þess að
þær þrengingar sem sauðljáriæktin hefur mátt búa við, vegna
framleiðslutakmarkana og birgðasöfnunar, hafa haft slævandi
áhrif á framkvæmdavilja og öll umsvif bænda. Engar fram-
kvæmdir hafa verið á búunum og tæpast er hægt að segja að
hlutum hafi verið haldið í horfinu. En á árinu tókst loks að leysa
birgðavandann, þannig að dilkakjötsframleiðslan er nú nær því
að standast á við innanlandsneysluna en áður. Af því leiddi að
hægt var að lækka útflutningsskylduna sem lögð er á hvern
framleiðanda úr i9% í 13% af heildarframleiðslu.
Strax er hægt að merkja aukna bjartsýni, sem vafalaust er af
þessum sökum. Kemur það fram í meiri framkvæmdavilja,
bændur eru byrjaðir að endurrækta tún og viðhalda framræsl-
unni, ekki er örgrannt um að bryddi á nýbyggingum og síðast
en ekki síst eru þeir nú byrjaðir að fjölga fénu aftur, því á síðasta
hausti hafði ásettu sauðfé fjölgað unr 2,3% frá fýrra ári. Haustið
1997 var ásetningur sauðfjár í Strandasýslu 22.471 kind. Aftur á
móti hafði öllum öðrunr búpeningi fækkað frá fyrra ári.
Þá má einnig geta þess að engin jörð féll úr ábúð í Stranda-
sýslu á árinu 1997, en aftur á móti byggðist ein jörð aftur, sem
ekki hefur verið setin um árabil. Er það Innri-Os í Hólmavíkur-
hreppi, en þangað fluttu ung hjón frá Hólmavík, Ingibjörg Sig-
urðardóttir og Þórólfur Guðjónsson.
23