Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 62
eyri til 1892, en það ár eru þær báðar komnar í eigu Richard P.
Riis sem fluttist til Borðeyrar árið áður. Riis varð vinsæll og vel
metinn kaupmaður, hann þótti mjög áreiðanlegur og var sagt að
loforð hans stæðu sem stafur á bók. Hann lét sér einnig annt um
vöruvöndun og reyndist í öllu hinn slyngasti kaupmaður. Fljót-
lega færði Riis út kvíarnar, hann hóf verslun á Hólmavík 1896 og
Hvammstanga 1898. Ekki var Riis þó einn um hituna, því Versl-
unarfélag Dalamanna (stofnað 1886) hafði aðstöðu á Borðeyri
og lagði þar upp vörur. Verslunarfélagið var pöntunarfélag og
skipt í deildir, ein þeirra starfaði á Borðeyri uns Kaupfélag Hrút-
firðinga var stofnað árið 1899. Riisverslun var rekin til ársins
1930 að Kaupfélag Hrútfirðinga keypti hana og þar með var lok-
ið kaupmannaverslun á Borðeyri, því kaupfélagið hefur haft þar
alla verslun síðan.
Hér á undan er dregin saman í sem skemmstu máli saga versl-
unar á Borðeyri síðustu 150 árin, en er þó flest ósagt sem ástæða
væri um að geta, en til þess er ekki rúm í þessum pistli.
Sú hugmynd að minnast 150 ára verslunarafmælis Borðeyrar
á verðugan hátt varð til á stjórnarfundi Kaupfélags Hrútfirðinga.
Hún var síðan borin undir aðalfund kaupfélagsins og hlaut þar
samþykki. Strax var ákveðið að leita eftir samstarfi við sveitar-
stjórn Bæjarhrepps um alla tilhögun og framkvæmd. Það reynd-
ist auðsótt mál, sveitarstjórnin var hugmyndinni hlynnt og þá-
verandi oddviti, Guðjón Olafsson, sérlega áhugasamur um að
vel til tækist og sparaði sig ekki til stuðnings málinu. Undirbún-
ingur var síðan í höndum starfshóps eða nefndar sem saman-
stóð af stjórnarmönnum K.F.H.B. þeim Jósep Rósinkarssyni,
Arna Jóni Eyþórssyni og Georg Jóni Jónssyni, Mána Laxdal
kaupfélagsstjóra og oddvita Bæjarhrepps Guðjóni Olafssyni.
Fljótlega réði nefndin sér starfsmann til að vinna að undir-
búningi og skipulagningu. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðinemi við
Háskóla Islands tók starfið að sér og leysti það af hendi með
mikilli prýði. Einnig var Jón Jónsson þjóðfræðingur frá Steina-
dal til aðstoðar og ráðgjafar og lagði málinu lið á allan hátt.
Raunar var auðvelt að skapa áhuga heimafólks á undirbún-
ingi. Allir voru boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum.
60