Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 94
síðari hluta nítjándu aldar. Dagbækur og önnur skrif bræðranna
Halldórs og Níelsar Jónssona frá Tind gerðu það að verkum að
ég kynntist Ströndum miklu betur en í fyrri ferðinni. Nú mun-
aði menn ekki um að stökkva upp á heiði eða hlaupa milli
byggðarlaga. „Kristján í Túngu kom hjer og ætlaði suður að
Kveingrjóti og Nilli filgdi honum suður á brún og hann taldi
sporin til baka og voru þau 14584. Gvendur í Seli kom í dag og
fór ofaneftir og babbi filgdist með honum og fór inn að Húsa-
vík. Leifi kom aptur kl. 7.30 em og var 12 klukkutíma og 25 mín-
útur. Nilli fór á stað kl. 11.30 fm. Kom aptur kl. 6 em. Babbi kom
með nýja ísafoldi“ (Lbs 1857 8vo - 21. mars 1890).
I fylgd þessara vina minna hef ég ekki aðeins fengið nýja sýn
á samfélag manna á Ströndum á nítjándu öld heldur hef ég skil-
ið betur en nokkru sinni fyrr hvaða möguleika sveitir landsins
hafa í framtíðinni. Eg held að saga þessarar þjóðar, þar á meðal
alþýðumanna á borð við þá Halda og Nilla, geti kennt okkur
hvernig best sé að takast á við vandamál framtíðarinnar. Þeir
stóðu frammi fýrir miklum vanda rétt eins og hver kynslóð hef-
ur þurft að gera, og þeir náðu, eins og forfeðurnir, að axla þá
ábyrgð sem því fylgir að vera Islendingur. I stað þess að pakka
saman og hverfa á braut settu þeir undir sig hausinn og stóðu af
sér alla storma. Sú saga gefur okkur tækifæri til að snúa vörn í
sókn og hefja anda okkar til nýrra sigra.
Eg vona að bækur rnínar báðar, Menntun, ást og sorg og
Bræður af Ströndum, hafi sömu áhrif á lesendur þeirra og
handrit bræðranna höfðu á mig með íslenska sveit sér að bak-
hjarli.
A síðasta ári komu út tvcer bœkur eftir Sigurð Gylfa Magnússon
sagnfræðing um rannsóknir hans á skrifum bræðranna Halldórs Jóns-
sonar í Miðdalsgröf og Níelsar á Grœnhól. Ekki er vafi á að þessar bœk-
ur liafa vakið mikla athygli, ekki aðeins á Ströndum og meðal sagnfræð-
inga, heldur meðal allra þeirra, sem hafa áhuga á sögu Islendinga,
hafa áhuga Jýrir því hvað var hugsað og hvernig daglegt líf afa okkar
og ömmu var (langafa og langömmu). Strandapósturinn vill vekja
athygli lesenda sinna á þessum ritum og þykir fengur af að mega birta
framangreinda grein Sigurðar Gylfa.
92