Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 73
ar, og hefur hann nú skrifað upp býsna stórt safn af sögurn og
viðburðum, sjerstaklega frá fyrri hluta æfi sinnar, er mun geyma
mikinn sögulegan fróðleik fyrir eftirkomandi kynslóð.
Finnur er gleðimaður mikill og ljettur í lund, en þó þjettur
fyrir og gætinn, ef á hluta hans hefur átt að gera, svo að ójafn-
aðartilraunir í hans garð hafa jafnan að engu orðið. Það er
óhætt að segja að hann hefur verið um of óeigingjarn, hans ör-
láta höfðingslund hefur ætíð verið svo iðin að starfa öðrum til
greiða, ekki síst fátækum, að efni hans hafa ekki getað rönd við
reist.
Flestum störfum, sem hreppsfjelög útheimta, hefur Finnur
gengt að meira eða minna leyti. Hann hefur verið hreppsþóri í
26 ár, frá 1873-1899. Sáttamaður frá 1889. í sýslunefnd og
hreppsnefnd hefur hann verið mörg ár o.s.frv. 1 öllum framfara-
fýrirtækjum í sínu hreppsfjelagi hefur hann verið ráðhollur og
hygginn og stutt þau af alefli, enda fýlgist hann vel með öllum
framförum, og hefur rniklar mætur á öllu, er miðað til menning-
ar og heilla fyrir land og lýð.
Finnur hefur alla tíð verið talinn mesti nytsemdarbóndi í
sinni sveit, enda er kona hans mesta gáfu- og atgerfiskona. Þau
hjón hafa notið almennar virðingar og vinsælda meðal sveitunga
sinna, og allra, er til þeirra hafa þekt; má óhætt segja, að þau
hafi staðið með mikilli sæmd í sinni stöðu. Þau hafa eignast ell-
efu börn, lifa átta þeirra uppkomin, öll greind og mannvænleg.
V. I.
Ath.
Getur hugsast að V. I. standi fyrir Vilhjálm Ingvarsson (1866-
1922), sem var ráðsmaður og bóndi að Bæ í Hrútafirði 1899-
1903 og síðar trésmíðameistari í Reykjavík? Vilhjálmur var
tengdasonur Sigurðar Sverrissonar sýslumanns.
ÞD
71