Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 22

Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 22
báti með byssur í hendi og hvassan svip. Það var hinn kunni sjósóknari og fuglaskytta Guðmundur frá Helgastöðum, sem batt sína bagga á sinn háitt, fór sínar eigin leiðir og setti sannarlega svip áfábrotið lífbœjarins þá. Faðir minn tók svo til við að gera Hönnu upp, skipti um borð, bönd, hækkaði bátinn um eitt borð, setti á hann stýrishús, lyft- ingu að framan (lúkar) og tók inn borðstokka allan hringinn og annað eftir því sem hann taldi þurfa. Þetta vann hann undir ber- um hirnni á Gjögri. Til aðstoðar voru systkini mín, Guðbjörg Karólína, fædd 18. apríl 1947, Guðrún Emilía, fædd 17. nóvem- ber 1948 og Emil, fæddur 1. janúar 1954. Þeirra hlutverk var fyrst og fremst að halda við hausinn á bátasaumnum með slag- hamri þegar pabbi hnoðaði, þ.e. borað var fyrir saumnum og hann rekinn í gegn að utanverðu og haldið með slaghamri við hausinn á saumnum, sett á hann ró (skífa) að innan, og á hana slegið létt með löð (súgi) og klippt af saumnum rétt við róna og hnoðað. Þaðan mun komið orðatiltækið „að eittlwað fari í súg- inn“, þ.e. ef saumurinn var það langur að mikið þurfti að klippa af honum. Þegar ég bar þetta verklag undir Ragnar Jakobsson frá Reykjarfirði, norðan Geirólfsnúps, þá kannaðist hann vel við það en sagðist hafa kynnst því og lært nokkuð öðruvísi af sér eldri mönnum og þá fyrst og fremst eldri bræðrum sínum. Nefn- ir Ragnar fyrst til milliburð sem gerður var úr tjöru og hveiti, því hrært saman þannig að það var viðlíka þykkt og skyr. Þetta var síðan borið á með sértálguðum tréspaða, heimasmíðuðum að sjálfsögðu, á þann hluta borðsins sem lagðist yflr næsta borð, kysstust. Borðið fest með þvingum, borað fyrir nöglum og síðan snarað úr fyrir hausnum að utanverðu. Naglanum stungið í að utanverðu þannig að oddurinn kæmi vel innúr, svo var róin lögð á oddinn. Þá var löð haldið þéttingsfast að rónni með hendi og naglinn sleginn inn svo sem hæfilegt þótti, klippt við róna og hnoðað. Það gekk þannig fyrir sig að slaghamri var haldið að haus naglans og hnoðað með hnoðhamri eða léttum kúluhamri að innan. Fyrst var viðhaldshamrinum haldið þétt að nagla- hausnum meðan hnoðið var að festast í rónni en síðan gefið eft- ir og viðhaldshamarinn látinn „hoppa“ aðeins á hausnum, ákveðið verklag. Þetta gat þannig einn maður gert þegar verið var að byrða nýjan bát. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.