Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 22
báti með byssur í hendi og hvassan svip. Það var hinn kunni sjósóknari og
fuglaskytta Guðmundur frá Helgastöðum, sem batt sína bagga á sinn háitt,
fór sínar eigin leiðir og setti sannarlega svip áfábrotið lífbœjarins þá.
Faðir minn tók svo til við að gera Hönnu upp, skipti um borð,
bönd, hækkaði bátinn um eitt borð, setti á hann stýrishús, lyft-
ingu að framan (lúkar) og tók inn borðstokka allan hringinn og
annað eftir því sem hann taldi þurfa. Þetta vann hann undir ber-
um hirnni á Gjögri. Til aðstoðar voru systkini mín, Guðbjörg
Karólína, fædd 18. apríl 1947, Guðrún Emilía, fædd 17. nóvem-
ber 1948 og Emil, fæddur 1. janúar 1954. Þeirra hlutverk var
fyrst og fremst að halda við hausinn á bátasaumnum með slag-
hamri þegar pabbi hnoðaði, þ.e. borað var fyrir saumnum og
hann rekinn í gegn að utanverðu og haldið með slaghamri við
hausinn á saumnum, sett á hann ró (skífa) að innan, og á hana
slegið létt með löð (súgi) og klippt af saumnum rétt við róna og
hnoðað. Þaðan mun komið orðatiltækið „að eittlwað fari í súg-
inn“, þ.e. ef saumurinn var það langur að mikið þurfti að klippa
af honum. Þegar ég bar þetta verklag undir Ragnar Jakobsson
frá Reykjarfirði, norðan Geirólfsnúps, þá kannaðist hann vel við
það en sagðist hafa kynnst því og lært nokkuð öðruvísi af sér
eldri mönnum og þá fyrst og fremst eldri bræðrum sínum. Nefn-
ir Ragnar fyrst til milliburð sem gerður var úr tjöru og hveiti, því
hrært saman þannig að það var viðlíka þykkt og skyr. Þetta var
síðan borið á með sértálguðum tréspaða, heimasmíðuðum að
sjálfsögðu, á þann hluta borðsins sem lagðist yflr næsta borð,
kysstust. Borðið fest með þvingum, borað fyrir nöglum og síðan
snarað úr fyrir hausnum að utanverðu. Naglanum stungið í að
utanverðu þannig að oddurinn kæmi vel innúr, svo var róin lögð
á oddinn. Þá var löð haldið þéttingsfast að rónni með hendi og
naglinn sleginn inn svo sem hæfilegt þótti, klippt við róna og
hnoðað. Það gekk þannig fyrir sig að slaghamri var haldið að
haus naglans og hnoðað með hnoðhamri eða léttum kúluhamri
að innan. Fyrst var viðhaldshamrinum haldið þétt að nagla-
hausnum meðan hnoðið var að festast í rónni en síðan gefið eft-
ir og viðhaldshamarinn látinn „hoppa“ aðeins á hausnum,
ákveðið verklag. Þetta gat þannig einn maður gert þegar verið
var að byrða nýjan bát.
20