Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 26
finna og hafa tiltæka hentuga steina til að setja undir stórgrýti
sem pabbi vóg upp með járnkarli. Það er með miklum ólíkind-
um hverju pabbi fékk áorkað - ég tel að hann hafi raunar unn-
ið þarna mikið afrek. Mér finnst sem hann hafi viljað sýna vilja
sinn í verki með því að skila aðstöðunni betri, til þeirra sem á
eftir myndu koma, en hann tók við henni. Hann talaði um
Húnaflóa sem gullkistu, vegna gjöfulla fiskimiða, og til þess að
auðvelda sér að nýta auðlindina þurfti að bæta lendingarað-
stöðu á Gjögri. I minningargrein sem vinur hans og sveitungi,
Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ, skrifaði, víkur hann að þessu
framtaki pabba og segir:
Þó Gjögur vœri gömul og góð verstöð og margir réru þaðan og sæktu lífs-
björg sína í sjóinn, þá var þar erfitt að athafna sig. Þar voru vogar og var-
ir þar sem afli var borinn á land að loknum róðri. Ekkert lægi þar sem hægt
var að geyma báta sína svo öruggt væri. Að setja bát á flot og draga þá á
land var óhjákvæmilegurfylgifiskur þeirrar útgerðar í upphaji og lok sjóferð-
ar, með öllu sínu erfiði. - Niðurundan íbúðarhúsi Karls vargömul og óhrjá-
leg vör. Var hún skora inn í klettavegginn, þröng ogfull af stórgrýti til mik-
ils baga við notkun hennar. Ur pví hugðist Kalli (svo var hann jafnan kall-
aður) bæta. Lagði hann til atlögu við þau grettistök, sem þar voru til fyrir-
stöðu. Lagði hann í það verkhyggni sína og atorku. Var þá lítt hugsað um á
hvaða tíma sólarhrings var að verki staðið. Arangur þess varð sá að það var
honum leikur einn að hrinda báti sínum á flot og bjarga honum undan sjó
að lokinni sjóferð. - Jafnframt byggði hann rúmgott sjávarhús þar sem hann
kom báti sínum fyrir og öðru því sem útgerð hans tilheyrði. Kom hann þar
fyrir allskonar tólum og tækjum til hagræðis margra hluta. - Varð þetta hans
sœlureitur hvert sumar. Þar naut hann sköpunargáfu sinnar og sjálfræðis.
Því má svo hér við bæta að draumur pabba var fylla upp í 7
metra breitt sund, út í klett fram af lendingunni. Þannig yrði
meira var, skjól, í lendingunni auk þess sem draga myndi mikið
úr sjógangi upp að sjávarhúsinu. Til þess að hrinda þessu í fram-
kvæmd hafði hann, ég held 1959, fengið mastur og bommu af
skipi og reist landmegin við sundið. Til að draga grjótið út í
sundið hafði hann kröftugt handsnúið spil. Þessu var öllu kom-
ið haganlega fyrir og hafist handa við verkið. Það tókst þá svo illa
til að púkkið og steypan í kringum mastrið gaf sig og ekki varð
meira úr fyrirhuguðum framkvæmdum. Þessi hugmynd var þó
24