Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 45
1916-23. Nú líða einir 7 vetur nokkurn veginn þegjandi og
hljóðalaust. Próf eru þó haldin ár hvert, og prófskýrslur skil-
merkilega færðar, fyrst af Sigurgeiri Asgeirssyni til 1918, en síð-
an af Kristni Benediktssyni til 1924, einnig af Jóni Brandssyni
eitt ár ásamt Kristni (1924) og loks af séra Þorsteini Jóhann-
essyni 1925-28. Allir voru þessir menn prófdómarar, en fastir
kennarar hafa þá engir verið. Farskóla- og heimiliskennarar í
hreppnum eru aldrei nafngreindir í prófabókinni öll þessi ár.
Trúlegt er, að Guðjón Kristmundsson leynist oftar en ekki bak
við þann þagnarmúr.
Eftir 1915 eru fundargerðir fræðslunefnda ekki færðar í
prófabókina utan ein dags. 25. okt. 1925, enda ekki líklegt, að
neinir fundir hafi verið haldnir.
Vorið 1917 bókar Sigurgeir í fyrsta sinn umsögn um fræðslu-
mál í hreppnum, raunar er þetta eina bókaða umsögn hans (sú
hér fyrir frarnan er fengin á Þjóðskjalasafni), prófdómurum
mun hafa verið gert að senda fræðsluyfirvöldum í Reykjavík slík-
ar umsagnir, og má vera að svo sé enn. Næstu prófdómarar,
einkum séra Þorsteinn, færa umsagnir í prófabókina. Skal nú
jafnhliða öðru efni tekið ýmislegt úr þessum umsögnum, öðru
fremur, það sem snertir kennslustaði og tímalengd kennslunnar.
Umsögn Sigurgeirs verður þó tekin í heild, nema síðustu línurn-
ar, sem lúta að frammistöðu einstakra nemenda:
UMSÖGN UM FRÆÐSLUMÁL
í Hrófbergshreppi í Strandasýslu veturinn 1916-17.
Um fræðslu í Hrófbergshreppi er sama að segja og undanfarið,
þar hefur hver bjargast á sínar spýtur. Skólahús hreppsins ekkert ver-
ið notað til kennslu, en verið kennt á nokkrum bæjum í hreppnum.
Ef nota á skólann til að kenna í honum, verður að breyta honum,
minnka á einhvern hátt skólastofuna, og bæta heimavist, eða á ein-
hvern hátt að hafa matarfélag fýrir börnin, svo kostnaður verði eigi
eins tilfinnanlegur fýrir börnin og því betur sótt, fá sér svo góðan
barnafræðara t.d. í sambandi við Kirkjubóls- eða Kaldrananeshrepp
til að kenna, því það er gagnslaust kák, að vera að kosta til barna-
fræðslu miklu hreppsfé, en hafa ekki nýtan kennara, sem er aðalund-
irstaðan fvrir einhverium árangri. - , . ,,, , ,„
’ J 8 Ospakseyn, 12. maí 1917
S. Asgeirsson
43