Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 54
og stundum margir í senn. Að sjálfsögðu var skólastarfið hans
aðalviðfangsefni, og það lék í höndum hans, vegna dugnaðar og
ósérhlífni, svo og víðtækrar þekkingar, menntunar og reynslu.
Veturinn 1938-39 stóð Jón fyrir unglingaskóla á Hólmavík. Tólf
nemendur luku prófi og var undirritaður meðal þeirra. Kennar-
ar voru allmargir, og er sumra þeirra hvergi getið, t.d. kenndi
Karl G. Magnússon læknir heilsufræði, Jóhann Salberg Guð-
mundsson sýslumaður kenndi félagsfræði ogjakobína Kristins-
dóttir teikningu. En fljótt kom í ljós, að fræðsla ungdómsins var
ekki það eina, sem Jón lét sig varða. Segja má, að hann léti hvert
það mál, sem upp kom, til sín taka meðan hann var í þorpinu.
Auk þess fitjaði hann upp á ýmsurn málum sjálfur og hratt öðr-
um í framkvæmd, bæði í skólamálum og á öðrum vettvangi.
Nefna má nokkur atriði: Jón stofnaði eða hvatti til stofnunar
nokkurra félaga, man ég þar að telja Slysavarnadeildina Dag-
renningu, Skátafélagið Hólmheija, og fyrstu sttikuna á Hólma-
vík. Ekki man ég nafnið, og ekki er hennar getið í Strandir 2 og
raunar ekki heldur annarrar stúku, sem Hulduljós hét og starf-
aði löngu seinna.
I tengslum við þessi félög kom Jón auga á ýmislegt, sem
horfði til framfara. Sumt var að vísu fremur einfalt, eins og að
setja bjarghring og haka á bryggjuna, koma upp götuljósum, og
friða höfnina fyrir skotmönnum. En það þurfti að láta sér detta
þetta í hug, og það gerði Jón oftar en aðrir. Kannski var þetta
bara gestsaugað? Eg held ekki. Hann beitti sér fyrir ýmsu öðru
og umsvifameira t.d. að skátar byggðu gufubaðstofu og kæmu
sér upp skógræktargirðingu.
Jón var mikill félagsmálamaður. Hann talaði röggsamlega á
fundum, næstum alltaf blaðalaust. Ekki beitti hann sér í pólitík,
vantaði þó ekki vettvanginn á Hólmavík og í sýslunni, sem log-
aði í pólitík á þessum árum. Það hefur mig undrað talsvert, að
ekki finnast þess merki, að Jón hafi nokkurn tíma gengið í Mál-
fundafélagið Vöku, var hann þó á Hólmavík allan starfstíma
hennar nema rúmlega fýrsta árið.
Skömmu eftir að Jón kom til Hólmavíkur, bar það til nýlundu,
að nokkrir ungir skólastrákar fóru að reykja að staðaldri og vildi
Jón kveða niður ósómann í fæðingunni. Á því var þó sá hængur,
52