Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 55
að hann reykti sjálfur og ekki alllítið. Og þegar fortölur hans
báru ekki árangur, tilkynnti hann einn góðan veðurdag, að frá
og með morgundeginum rnyndi hann sjálfur hætta reykingum,
og kvaðst vonast til, að aðrir gerðu slíkt hið sama. Jón stóð við
þetta. Hann reykti ekki framar.
Jón vildi koma skipulagi á útívistir skólabarnanna. Ekki stefn-
di hann að því, að þau hírðust alltaf inni við lestur. En hann vildi
hafa á þessu reglu, svo að hvort tveggja nýttist sem best, lestrar-
tíminn og útivistin. A.m.k. sum haust í byijun kennslu samdi
hann, í samráði við skólanefnd, reglur um leyfilega útivist. Sjálf-
ur fylgdist hann með, að þessar reglur væru haldnar með eftir-
litsferðum á kvöldin. Eitt haustið lét hann þau boð út ganga, að
nú ættu nemendur skólans að lesa lexíur sínar nrilli kl. 5 og 7 á
kvöldin. Nú átti að tryggja bættan námsárangur svo um munaði.
En þá kom babb í bátinn. Ekki vegna þess, að krakkarnir væru
ófúsir að lrlýða þessum fyrirmælum, heldur hinu, að á þessum
árum áttu skóiakrakkar ekki úr, og hvernig áttu þeir þá að vita,
hvenær klukkan væri orðin firnm? Það bar því við, að tilskipun-
in væri brotin, og illt var að sanna, að það væri viljandi gert. Jón
og skólanefndin urðu að viðurkenna þetta. Þá fannst það snjall-
ræði, að gefa sterkt hljóðmerki klukkan fimm á hveiju kvöfdi.
Hjalti Einarsson var mikill hugsjónamaður um siðsamlegt fram-
ferði og lærdóm ungs fólks, og var hann fenginn tii að annast
þetta verk. Fékk hann þokuhiður í hendur og átti að hlaupa um
helstu götur þorpsins og biása í hann öðru hvoru. Þetta gerði
Hjaiti samviskusamlega og gafst vel um sinn. En dag einn seint
um haustið voru flestir krakkarnir saman komnir á skautum
uppi á Álfatjörn, efst í Borgunum, í blíðskaparveðri, korters
gang frá þorpinu. Gall þá lúður Hjalta, og heyrðist vei upp eftir
í kvöidkyrrðinni. Ailmikið kom á viðstadda og var úr vöndu að
ráða. Meirihluti hópsins taldi ekki annað koma til greina en
skunda heim hið bráðasta. Aðrir iéku hetjur og sögðust hvergi
fara. Niðurstaðan varð sú, að allir dröttuðust af stað í smáhóp-
um. Læddist síðan hver heim til sín í skjóli myrkurs. Ekki er því
að neita, að ýmsir bjuggust við, að Jón eða Hjalti hlytu að vita af
sökudólgunum, og sætu líklega fyrir þeim niðri í þorpinu. En
enginn varð þeirra var, og lúðurinn var löngu þagnaður. Enginn
53