Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 56
hlaut neina refsingu. Allar líkur eru til þess, að við þetta atvik
hafi dregið nokkuð úr virðingunni fyrir lúðrinum mikla.
Jón var mikill málhreinsunarmaður, einkum boðaði hann
harðar varnir gegn dönskuslettum. Hann lagði fyrir nemendur
sína lista af dönskum orðum, sem notuð voru þá daglega á
Hólmavík: Skorsteinn, dívan, betrekk, gardínur o.s.frv. og benti
á önnur betri. Eitt sinn fór hann þó yfir málfegrunarstrikið. f
mörgum fundargerðum, sem Jón ritaði, kemur þráfaldlega fram
sú hugarsmíð hans, að rangt væri að segja og skrifa á Hólmavík,
í Hólmavík ætti það að vera. Sjálfur var ég í mörg ár að átta mig
á, að þarna fór Jón villur vegar, og að hér gilti ekki það sama og
t.d. í Reykjavík og í Keflavík.
Jón tók upp ýmsar nýjungar í handavinnukennslu pilta. Hann
kenndi t.d. sjálfur bókband, útvegaði tæki til þess, einnig bursta-
gerð. Burstagerðin fór fram á verslunarhæð Riis-hússins ein-
hvern veturinn meðan það stóð autt, og er ekki kunnugt um
kennslu þar í annan tíma. Hins vegar eru spurnir um, að þar
hafi einhverjar fyrstu leiksýningar staðarins verið haldnar.
Jón var mikið fýrir útiveru og líkamsrækt. Hann kenndi sjálf-
ur leikfimi afbragðs vel, enda hafði hann áður kennt þá grein
við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Leikfimiáhöld
voru engin til, en Jón lét smíða kistu og útvegaði stökkdýnur.
Jón var sundmaður ágætur og stundaði sjóböð mjög mikið. Eitt
árið (og máske oftar) stefndi hann að því að fara í sjóinn dag-
lega, hvernig sem viðraði. Ekki veit ég hvort hann náði því mar-
ki, en iðulega stakk hann sér fram af bryggjunum í hörkugaddi.
Nokkuð þótti honum hæpið að synda milli bryggjanna, vegna
skolpræsa, sem þar lágu til sjávar frá hveiju húsi. Með tilliti til
þess valdi hann gufubaðstofunni stað, og hugsaði sér víkina fýr-
ir innan hana sem sjóbaðstað framtíðarinnar. í þeirri vík mun
þó enginn maður hafa lagst til sunds enn sem komið er, nema
ef vera skyldi Jón sjálfur svo sem einu sinni eða tvisvar.
Oft fór Jón með krakkana í skautaferðir upp á Tjarnir, Kálfa-
nesflóa og stundum alla leið upp á Lómatjörn. Og ekki má
gleyma gönguferðunum. Sjálfur var Jón ólæknandi fjallarefur.
Framan af rölti hann einn um fjöll og firnindi. Fljótlega fór
hann að taka krakkana með sér í styttri ferðir. Svo þróaðist þetta