Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 57
á þann veg, að farið var í „göngur“ á sunnudögum. Loks var svo
komið, að nánast var um skyldu að ræða. Ekki beitti Jón þó við-
urlögum, þó að einn og einn viki sér undan kvöðinni. Það fór
svo eftir veðri og færi, hvort farið var á skíðum eða lausfóta.
Lengstu ferðir, sem ég man eftir, voru upp að Þiðriksvöllum og
út að Hrófá. Ein skautaferð a.m.k. var farin á Þiðriksvallavatn, og
eina mikla skíðaferð fóru tugir krakka upp Gilræsi yfir í Osdal,
niður dalinn og heim yfir Stakkamýri og þverar Borgirnar. Far-
arstjórar vorujón kennari og Gísli B. Kristjánsson, skíðakennari
frá Isafirði. Margur var feginn heimkomunni úr þeirri ferð í
sortabyl og rauða myrkri.
Jón tók upp skólaferðir barnanna í önnur héruð. Einn vetur-
inn (1938?), meira að segja til Isafjarðar, aðra leiðina með skipi,
sem lenti í ofsaveðri, en hina gangandi yfir Steingrímsfjarðar-
heiði. Mörgum þótti förin glæfraleg um hávetur, enda var hún
víst sumum nokkur eldraun.
Frá byrjun lét Jón nemendurna halda skólaskemmtanir og
selja aðgang. Fyrir þá peninga, sem inn komu, skipulagði hann
ferðirnar. Eg gæti trúað, að á hverjum vetri væri haldin skóla-
skemmtun, að undirlagi Jóns, leikrit sýnd, lesið upp, sungið
undir stjórn Finns Magnússonar o.fl. o.fl. Þar fýrir utan voru
stundum leikfimisýningar. Leikstarfsemin í skólanum selfluttist
svo yfir til skátafélags og ungmennafélags, og lagði grundvöll að
leiksýningum næstu ára. Að vísu hvíldi leiklist Hólmvíkinga á
gömlum og traustum merg, en um eitt skeið, sitt hvorum megin
við 1950, sameinuðust þessar kynslóðir í leikstarfseminni.
Guðveig Brandsdóttir kenndi við skólann ásamt Jóni árin
1937-44, en þá hættu þau bæði. Guðveig var með afbrigðum
vinsæll og farsæll kennari. Oþekktarormar höfðu sig ekki
frammi í hennar návist. Einhvers staðar segir í kennslufræðun-
um á þá leið, að ein mesta fullkomnun í kennarastarfi sé, þegar
kennarinn gerir sig óþarfan í bekknum, geri nemendann svo
niðursokkinn í starf sitt, að hann hafi ekki hugmynd um, hvort
nokkur kennari sé viðstaddur eða ekki. Eg held að Guðveig hafi
stundum komist ansi nærri þessu takmarki. Vinsældir Guðveigar
náðu langt út fýrir veggi skólastofunnar.
1944-45. Þennan vetur var séra Ingólfur Astmarsson skóla-
55