Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 72

Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 72
þriggja þáverandi bænda þar kom með okkur á rekann ásamt elstu sonum sínum. Viðinn átti að taka í Sigluvík sem er norðan Geirólfsgnúps í landi Reykjafjarðar. Var nú haldið þangað, bát- unum lagt skammt frá landi og róið í land á skektu. Viðnum var velt til sjávar, slefað út að bátunum og tekinn um borð með handafli en stærri bolir á skrúftógi. Þetta var mikill mannskapur og allir vanir vinnu á rekafjörum. Það tók því ekki langan tíma að ferma bátana í góða veðrinu. Þegar búið var að hlaða Ofeig og hann orðinn siginn kom í ljós að hann lak rnikið enda búinn að standa árum saman á landi og orðinn gisinn. Þurfti að dæla stanslaust úr honum með handdælu sem í honum var. Nú voru dregin upp legufæri og haldið af stað. Ferðinni var heitið að Stóra-Ósi í Miðfirði. Friðrik Arinbjörnsson bóndi þar hafði milligöngu um sölu á viðnum. Var nú haldið austur og suður með Ströndum í logni og góðu veðri. Ferðin sóttist seint enda bátarnir mikið hlaðnir og vélaraflið lítið. Við vorum þrír í Ófeigi, Ketill, Guðjón og ég. Einn jós en hinir pumpuðu til skiptis og var það þrælavinna því lekinn minnkaði lítið. Við vorum komnir inn fyrir Gjögur þegar þoku lagði yfir en áfram var haldið og siglt eftir kompás með stefnu á Miðfjörð og gekk rólega. Eftir langa siglingu í þokunni urðu menn þess varir að bátarn- ir voru komnir upp á grynningar og rétt flutu. Var nú stoppað og réðu menn ráðum sínurn. Sýndist nú sitt hverjum um stað- setningu. Loks grillir í land. Ekki þekktu menn sig þar og héldu enn kyrru fyrir. Sást þá hvar kom maður ríðandi á hesti með sjónum, náðist tal af honum og kom þá í ljós að við vorum rétt innan við fllugastaði á Vatnsnesi. Flöfðum við því verið heldur austarlega og lent upp á grynningum sem mikið er af með Vatnsnesinu að vestan. Var nú haldið frá landi í vestur nokkra stund og síðan aftur tekin stefna til suðurs á Miðfjörð. Nokkru síðar létti þokunni og var þá haldið inn undir sand og lagst þar. Dreif nú bændur að Ósi og voru komnir til að taka á móti viðnum. Komu nokkrir um borð í bátana til að kasta viðnum í sjóinn, en komið var fram yfir hádegi og talsverð innlögn sem skilaði viðnum upp í sandinn. Eiríkur Drangabóndi var í landi og kenndi bændum að taka viðinn á land með skrúftógum sem 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.