Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 79
húfuna og síðar hreppstjórahúfuna eina að vopni. En meðfædd-
ir stjórnunarhæfileikar ásamt góðri dómgreind og óbrigðulli
réttlætiskennd gerðu honum kleift að leysa hvern þann vanda
svo farsællega, að aldrei mun hafa heyrzt rödd í þá átt, að skipta
um yfirvald í Arneshreppi.
Guðjón var einn þeirra núlifandi manna, sem lengst hafa ver-
ið í sambýli við hafísinn. Hann varð fúslega við beiðni útgáfunn-
ar að segja nokkuð frá kynnum sínum af honum og fer frásögn
hans hér á eftir:
Sumarið 1967 var, að því er tíðarfar snerti, í góðu meðallagi.
Grasspretta var ekki mikil, en þó viðunandi. Að vísu urðu bænd-
ur að kaupa hey, en slíkt er engin nýlunda hér um slóðir. En
með haustnóttum fóru að sjást þess merki, að veturinn mundi
verða harður.
Þegar í byrjun gengu á stórhríðar, og ísing, sem lagðist yfir
fjörurnar, boðaði hart tíðarfar, eftir því sem reynslan hafði
kennt mér. Svo fór sem á horfðist. Brátt kom klepri og jarðbönn.
Margir spáðu þegar í upphafi hafískomu. Þeir studdu þá spá við
loftkuldann, sem kom fram í mikilli ísingu, sem alls staðar gerði
vart við sig. Meðal annars settist svo mikill ís á símalínur, að þær
gáfu sig og símasamband rofnaði alltaf öðru hvoru.
Þegar leið að jólum, kom hvert sterkviðrið af norðri og austri
á fætur öðru, svo segja má, að aldrei hafi verið tryggt veður frá
degi til dags. Þessar vindáttir segja mest til sín þegar hafísinn er
í nánd. Eftir jólin fór að bera mikið á sjávarkulda. Fjörurnar tók
að síla í sjó fram, en slíkt er óvenjulegt. Allt þetta er ótvírætt
merki þess, að hafísinn væri á Ieið upp að landinu.
Janúarmánuður var óvenju harður. Þá tók fjörðinn að leggja
og íshröngl barst inn í fjarðarbotn. Það var því ekki lengur um
að villast, að hafísinn var skammt undan. Síðan héldust stöðug-
ir umhleypingar og harðindi unz hafísinn varð landfastur. Þá
brá að venju til betra tíðarfars.
En hafísnum í vetur fylgdu engin höpp, eins og oft í gamla
daga. Raunar hafði mikinn rekavið borið upp að landinu á und-
an ísnum. Honum varð ekki bjargað. Hann fraus í ísnum og tók
út með honum, er hann fór frá landinu um miðjan vetur. Þá
vöknuðu hjá mér vonir um að hættan væri liðin frá. En sú von
77