Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 88
á ísinn. Kjötið og spikið var mikil búbót. Því var hlaðið upp á ís-
inn og í kringum vökina, og skyldi það svo flutt heirn á sleðum.
Svo mikið kapp var í mönnum, að enginn tók eftir því, að ísinn
hafði losnað frá landi og rak óðfluga út á flóann. Það varð þess-
um mönnurn til bjargar, að bátar voru tiltækir í landi. Þeir voru
mannaðir í skyndi og mennirnir sóttir. En litlu tókst að bjarga af
þeim mikla feng, sem á ísnum var. Hnýðingakjöt var notað bæði
til manneldis og skepnufóðurs. Sem skepnufóður var það bezt
soðið.
Móðir mín, sem var glögg kona og langminnug, sagði mér frá
árinu 1882. Þá var ekki hægt að komast á báti um Húnaflóa fyrr
en á höfuðdag. Það var eitt hið mesta ísaár, sem elztu menn
mundu. Þá geysuðu mislingar um landið og lögðu marga menn
í gröfina.
Þetta harða ár færði hafísinn Strandamönnum mikið happ. I
Skjaldabjarnarvík komu hvalir á land. Allir, sem ferðafærir voru,
fóru þá á hvalfjöruna, því algjör skortur heijaði á byggðarlögin,
svo við hungursneyð lá. Þá var ófærðin og hörkurnar slíkar, að
hestum var ekki komið á milli bæja. Bændur og búalið varð þá
að bera björgina á bakinu heim, oft langar leiðir. Móðir mín
sagði, að þá hefði oft komið að Eyri margt hrakið og þjáð fólk,
sem þáði beina, og hélt svo á brattann og ófærðina með þungar
byrðar. Þá voru kaupstaðarferðir ekki farnar fyrr en um leitir.
Þrátt fyrir þessar raunir gafst fólkið ekki upp heldur hertist við
hveija raun og undi glatt við sitt. Mér finnst að við Strandamenn
megurn vera stoltir af að vera afkomendur slíks fólks og halda
áfram starfi þess.
Ekki held ég að hafísinn eigi neinn verulegan þátt í því að
fólkið hefur flúið hér byggð. Það eru ekki nema skræfur, sem
hræðast hafísinn, en hér hefur alltaf búið kjarkmikið og dug-
andi fólk. Hins vegar er það svo, að þegar þölskyldur taka sig
upp og flytja suður á bóginn, smitar það út frá sér, og læðir inn
óyndi hjá þeim, sem eftir eru. Auk þess hafa fyrri atvinnuvegir,
svo sem síldin, algerlega brugðizt og við það hefur fjöldi manns
misst atvinnu. Fiskurinn hefur einnig lagzt frá, jafnvel hákarlinn
hefur yfirgefið okkur. Líklega hefur tíðarfarið verið of gott fyrir
hann, því hann vill hvergi halda sig, nerna þar sem veðravíti eru.
86