Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 92
fluttra Strandamanna og Húnvetninga um hvers kyns upplýsing-
ar sem safnið vanhagar um í tengslum við safnastarfið.
Nokkrar breytingar urðu á starfi Byggðasafnsins á árinu 2000.
Sú stærsta líklega sú að ráðinn var nýr forstöðumaður að safn-
inu, en í janúar var sú staða auglýst til umsóknar. Jón Haukdal,
fráfarandi safnvörður, hafði látið af störfum í september árið
áður. Þijár umsóknir bárust og varð niðurstaða safnstjórnar á
fundi þann 11. febrúar að ráða til starfa Pétur Jónsson frá Súlu-
völlum á Vatnsnesi. Hann tók síðan til starfa þann 1. mars og er
í fullu starfi. Ekki hefur áður verið safnvörður við safnið í fullu
starfi. Er þetta gert að ósk eigenda safnsins sem vilja koma því til
vegs og virðingar og standa betur á bak við starfsemina en verið
hefur um langt skeið. Forstöðumaður starfar á safninu allt árið
og sinnir þar öllum daglegum störfum, auk þess sem hann vinn-
ur að fjármögnun og uppbyggingu safnsins á sem víðtækastan
hátt. Sumarstarfsmaður var ráðinn Birkir Orvar Eiríksson, sagn-
fræðinemi, og starfaði hann við safnið í þijá mánuði í sumar.
Safnið er opið yfir sumartímann frá 1. júní til 31. ágúst og er
daglegur opnunartími frá kl. 10-18. A öðrum tímum ársins er
safnið opnað eftir óskum og samkomulagi við þá sem vilja skoða
það. Mun auðveldara er að sinna slíku eftir að kominn er mað-
ur í fullt starf við safnið og viðvera meiri en áður. Almennir safn-
gestir á árinu voru um 1200, en inni í þeirri tölu eru börn sem
fá ókeypis aðgang og aðrir sem borga ekki fullt verð. Þetta er um
20% aukning frá fýrra ári sem er jákvæð þróun. Þessi fjöldi gesta
er þó alls ekki ásættanlegur og þarf á næstu árum að leita leiða
til að bæta sýningar safnsins og kynningu svo fleiri njóti þess að
koma á safnið. Mestu munar að lítið er um að skipulagðar rútu-
ferðir staldri við og eru þar sóknarfæri sem mikilvægt er að safn-
ið nýti sér á komandi árum.
Við gamla Héraðsskólann að Reykjum hafa um nokkurt skeið
verið reknar skólabúðir yfir veturinn fýrir grunnskóla víðsvegar af
landinu. Oll börn sem dvelja í búðunum koma á safnið og fá þar
fræðslu, m.a. um hákarlaveiðar, sjósókn á árabátum, ullarvinnslu
og matarhætti gamla bændasamfélagsins, auk þess sem þau vinna
verkefni sem því tengjast. Fjöldi þessara grunnskólanema sem
heimsækir safnið á hveiju ári er nokkuð á þriðja þúsund.
90