Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 102
Framundan er Trékyllisvíkin eða Víkin, eins og hún er kölluð
í daglegu tali og sveitin var löngum kennd við. Þarna er grösugt
og enn nokkrir bæir í Iryggð, undirlendi nokkuð og hið búsæld-
arlegasta. Uti fyrir er Arnesey með eitt besta æðarvarp við
Húnaflóa og norðanvert í víkinni stendur prestsetrið Arnes, sem
getur státað af mörgum mektarklerkum í aldanna rás. Þar í fjör-
unni lenti Þórður kakali eftir stærstu sjóorrustu sem háð hefur
verið af Islendingum, Flóabardaga. Þreyttir, sárir og móðir tóku
menn Þórðar land í Arnesi eftir frækilega orrustu við ofurefli
liðs Kolbeins unga. Þótt Þórður og menn hans hafi orðið að
hörfa af hólmi, urðu þarna þáttaskil í baráttu höfðingjanna um
yfirráð yfir Islandi. Þórður skyldi eftir sára menn í kirkjunni í Ár-
nesi upp á náð Kolbeins og hvíta Krists. Náð Kolbeins var ekki
mikil að vöxtum en vafalaust hefur Kristur tekið þessum bænd-
um og búandkörlum vel, sem ekkert höfðu til saka unnið annað
en að vera uppi á þessum tíma og dragast inn í deilur höfðingj-
anna sem töldu sig eiga fólkið og landið. Þórður hélt svo upp
Árnesdalinn upp á hálendið og vestur til vina sinna Vestfirðinga
sem aldrei brugðust honum, hvað sem á gekk. En Kolbeinn
gekk berserksgang, eyddi og drap og hótaði að eyða öllum Vest-
fjörðum svo Þórður gæti ekki átt þar griðland. Þannig hugsuðu
menn þá. Og þegar alls er gætt, hefur þá nokkuð breyst?
Þú keyrir framhjá Melum, gömlu stórbýli og beygir upp á Ing-
ólfsfjarðarhálsinn. Þar uppi skaltu stoppa og virða fyrir þér út-
sýnið og horfa til norðurs. Fyrir fótum þér liggur síldarverk-
smiðjan í Ingólfsfirði, krumpuð og bækluð: „Einn stóri draum-
urinn sem ekki rætist.“ Og svo Ingólfsfjörðurinn langur, mjór og
lygn og í norðaustur opnast Húnaflóinn og norðurhafið, óend-
anlegt að sjá, dimmblátt og dulúðugt, eins og það eitt þekki alla
visku heimsins. I norðri blasa við þér hinar eiginlegu Horn-
strandir.
Og taktu nú vel eftir. Það eru fýrst og fremst þijú fjöll sem
fanga augað. Næst þér blasa við Drangaskörðin, þetta sérkenni-
lega fjall sem skagar út í flóann, eins og risavaxinn kambur á
reiðum hana, með tröllaukin hamrabelti, gijótskriður og gróð-
urrima sem eru dimmgrænir og gróskumiklir og gera þetta fjall
svo töfrandi að sumum finnst fegurð þess allt að því himnesk.