Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 124

Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 124
bar ekki mikinn bústofn, sérstaklega gat heyskapur verið erfiður vegna óþurrka, þarna sem annarstaðar á Ströndunum. Allir sem ætluðu að búa þarna norður frá urðu að eiga bát. Strax fyrsta árið eignuðust þau skektu og fljótlega bát sem Bene- dikt Hermannsson í Reykjafirði smíðaði og kallaður var Bolli. Hann var löngum geymdur á Selinu og notaður sem ferja yfir Bjarnarfjörð. Hvenær Pétur eignast svo Fálkann, er ekki vitað. Hann var stærri en Bolli og smíðaður af Stígi Stígssyni á Horni, þeim mikla bátasmið. Fálkinn var afbragðs sjóskip. Aldrei hlekktist honum á og var honum þó oft boðið meira en nokkurt vit var í. Seinna þegar Pétur og Sigríður voru komin í Reykjar- fjörð, fengu þau norskt kappsiglingasegl á Fálkann, í raun og veru miklu stærra en hann átti að geta borið. En það var dýrð- legt að sigla honum. Hann reif sig upp úr öldunum, teygði sig og velti sér eins og lifandi vera og þó að borðstokkurinn hlémeg- inn væri kominn í kaf var eins og aldrei kæmi sjór í Fálkann. Hann vék sér undan hverri báru og dansaði á haffletinum með- an söng í rá og reiða. Vafalaust hefur Stígur látið fylgja honum góðar bænir. Sjórinn var annar aðalbjargræðisvegurinn. Mestallir flutning- ar fóru fram á sjó á þessum litlu árabátum og þangað sóttu menn stóran hluta af þeim matvælum sem búin þörfnuðust. Sjávarfangið var margvíslegt, selur, fugl og hrognkelsi fengust á vorin og voru kærkomin eftir langan vetur. Ut af Skjaldabjarnar- vík eru mjög góð fiskimið. Þeir félagar Pétur og Bergur réru því á skektunni, ekki bara soðið heldur líka til að salta og leggja inn í verslunina á Norðurfirði. Þarna hagar svo til að snögglega getur hvesst af vestri og get- ur þá gert afspyrnu rok á skömmum tíma. Vindurinn steypist fram af Drangajökli, myndar beljandi streng niður Sunndalinn og fram Skjaldabjarnarvíkina. Að norðanverðu myndast sams- konar strengur niður Sigluvíkina og Geirhólmurinn klýfur svo vindinn og þegar vindstrengirnir mætast út af Hólminum verða til hvirfilbylir sem skrúfa sjórokið tugi ef ekki hundruð metra í loft upp. Það var einhverju sinni að haustlagi er þeir voru á sjó á skekt- unni Pétur og Bergur, að á þá skellur eitt af þessum vestanveðr- 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.