Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 124
bar ekki mikinn bústofn, sérstaklega gat heyskapur verið erfiður
vegna óþurrka, þarna sem annarstaðar á Ströndunum.
Allir sem ætluðu að búa þarna norður frá urðu að eiga bát.
Strax fyrsta árið eignuðust þau skektu og fljótlega bát sem Bene-
dikt Hermannsson í Reykjafirði smíðaði og kallaður var Bolli.
Hann var löngum geymdur á Selinu og notaður sem ferja yfir
Bjarnarfjörð. Hvenær Pétur eignast svo Fálkann, er ekki vitað.
Hann var stærri en Bolli og smíðaður af Stígi Stígssyni á Horni,
þeim mikla bátasmið. Fálkinn var afbragðs sjóskip. Aldrei
hlekktist honum á og var honum þó oft boðið meira en nokkurt
vit var í. Seinna þegar Pétur og Sigríður voru komin í Reykjar-
fjörð, fengu þau norskt kappsiglingasegl á Fálkann, í raun og
veru miklu stærra en hann átti að geta borið. En það var dýrð-
legt að sigla honum. Hann reif sig upp úr öldunum, teygði sig
og velti sér eins og lifandi vera og þó að borðstokkurinn hlémeg-
inn væri kominn í kaf var eins og aldrei kæmi sjór í Fálkann.
Hann vék sér undan hverri báru og dansaði á haffletinum með-
an söng í rá og reiða. Vafalaust hefur Stígur látið fylgja honum
góðar bænir.
Sjórinn var annar aðalbjargræðisvegurinn. Mestallir flutning-
ar fóru fram á sjó á þessum litlu árabátum og þangað sóttu
menn stóran hluta af þeim matvælum sem búin þörfnuðust.
Sjávarfangið var margvíslegt, selur, fugl og hrognkelsi fengust á
vorin og voru kærkomin eftir langan vetur. Ut af Skjaldabjarnar-
vík eru mjög góð fiskimið. Þeir félagar Pétur og Bergur réru því
á skektunni, ekki bara soðið heldur líka til að salta og leggja inn
í verslunina á Norðurfirði.
Þarna hagar svo til að snögglega getur hvesst af vestri og get-
ur þá gert afspyrnu rok á skömmum tíma. Vindurinn steypist
fram af Drangajökli, myndar beljandi streng niður Sunndalinn
og fram Skjaldabjarnarvíkina. Að norðanverðu myndast sams-
konar strengur niður Sigluvíkina og Geirhólmurinn klýfur svo
vindinn og þegar vindstrengirnir mætast út af Hólminum verða
til hvirfilbylir sem skrúfa sjórokið tugi ef ekki hundruð metra í
loft upp.
Það var einhverju sinni að haustlagi er þeir voru á sjó á skekt-
unni Pétur og Bergur, að á þá skellur eitt af þessum vestanveðr-
122