Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 131
möguleikar sem ekki voru til staðar í Skjaldabjarnarvík. Ákvörð-
unin er tekin, enn skal leitað nýrra leiða. Vafalaust hefur það
verið erfíð ákvörðun að yfirgefa góða granna og æskustöðvar
Péturs. En nú verður að setja aðra hagsmuni ofar. Börnin eru að
vaxa úr grasi. Bergmál nýrrar aldar berst með blöðum og út-
varpi, enginn getur skotið sér undan kröfum tímans, nú frekar
en áður. Það er ákveðið að flytja í fardögum 1935.
Það var ekki hrist fram úr erminni að flytja búferlum á þess-
um árum. Enginn vegur er að fara landleiðina nema með féð
sem hægt er að reka. En aðstæður Péturs og Sigríðar eru nú
gjörólíkar því sem var er þau íluttu úr Hraundal. Nú hafa þau
möguleika, sem ekki voru til staðar þá. Nú er fenginn bátur frá
Isafirði til að taka búslóðina, kýrnar og viðinn af rekanum sem
var geysimikill. I Reykjarfirði var svo til enginn reki, það var því
mikils virði að koma viðnum þangað, því þar þurfti að byggja
fjárhús og hlöðu.
Báturinn kemur frá Isafirði, þijátíu tonna fiskibátur, heljar-
rnikið skip miðað við árabátana. Viðnum er smalað af rekanum
og fluttur um borð eða tekin í slef og það sem eftir verður er
notað til að greiða fýrir bátinn. Hann liirðir það í bakaleiðinni.
Kýrnar eru fluttar um borð. Börnin horfa undrandi á, það er
eitthvað um að vera sem hugur þeirra þekkir ekki. Geir-
hólmsnúpurinn og Randafjallið og víkin þar á milli hafði verið
|>ein a heimur. Nú á að kveðja þetta allt, eitthvað nýtt og óþekkt
býður, nýr staður og nýtt fólk. Þau eru kvíðin. Skjólið og örygg-
ið í Skjaldabjarnarvík er að baki.
Tveir litlir drengir tína saman leikföngin sín við klettana hjá
huldufólkinu. Brotinn eldavélarhringur, diskabrot, horn og
skeljar og ýmislegt sem sjórinn hafði borið að landi. Þeir vita
ekki hvort þeir fái að taka dýrgripina með og ræða um það sín
á milli að lieldur skulti þeir fleygja þeim í sjóinn en skilja þá eft-
ir. En þeir fá að taka leikföngin með og með síðasta bátnum fara
þeir um borð. Þeir finna að nú eru þeir að kveðja æskuheimilið
sem aldrei getur komið aftur, sem aldrei getur orðið eins.
Okunnugir menn, olíulykt, þessi stóri bátur, þetta þunga fram-
andi hljóð og vélin lemur taktföst og ákveðin.
Stefnan er tekin út víkina og stefnt til hafs því það verður að
129