Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 146
hans voru enn í foreldragarði, talið, að kostaði nær hálfu
haustinnleggi hans, og lærðu börnin orgelleik, Jón síðar bóndi
í Skálholtsvík einna mest. Hljóðfærið er enn í eigu afkomenda
frú Guðnýjar, en með henni fór það að Kollaíjarðarnesi. Börn
þeirra síra Jóns voru músíkölsk og listfeng. Lærðu þau á Mið-
húsaorgelið og var t.a.m. Ragnheiður organisti föður síns, ung
að árum, en síðan lengi Magnús, sem bjó á móti foreldrum sín-
um á Kollafjarðarnesi í mörg ár. Fyrr var organisti kirkjunnar
Guðmundur Einarsson í Gröf, en eftir að þölskyldan fór af
staðnum Olafía Jónsdóttir frá Enni. Mun hún hafa verið org-
anisti kirkjunnar í hálfan afmældan tímann frá vígslunni eða í
45 ár. Byijaði kornung eins og þau Ragnheiður og Magnús, en
hann var aðeins 11 ára, þegar hann byijaði að spila á hið stóra
og vandaða harmoníum í kirkjunni hjá föður sínum. Er slíkt fá-
títt, en þó ekki einsdæmi.
Jarðakaupin greiddust farsællega, vegna áhuga og framsýni
beggja, Guðmundar Bárðarsonar og síra Jóns. Voru 10 þúsund
fyrir Kollafjarðarnes greidd a.m.l. með andvirði Tröllatungu og
Fells, sem var samanlagt 9 þúsund og 2 hundruð krónur. Var
jarðaverð lægra eftir hafísárið 1902, en þá fengust aðeins 30
pund af hreinsuðum æðardúni á Kollafjarðarnesi og Hvalsá, en
sagt, að mest hafi dúntekja á heimabólinu og fylgijörðinni verið
54 pund. Guðmundur Bárðarson vildi ekki láta gera kirkju á
jörð sinni, nema ríkissjóður keypti til prestsseturs og söfnuðir
Tröllatungu- og Fellskirkna reisti hið nýja guðshús. Með réttu er
hann því að telja höfund Kollafjarðarnessóknar og prestakalls-
ins. Virtust tekjur brauðsins tryggðar með afgjaldinu af Trölla-
tungu og Tungugröf, 184 hundruð króna, og Felli með tveimur
hjáleigum, 209 hundruð króna, en jarðirnar voru seldar með
konungsleyfi 6. maí 1907 við áðurgreindu verði og afborgunar-
skilmálum. Síra Eiríkur Gíslason á Stað, prófastur Stranda-
manna, fól síra Jóni að annast um jarðakaupin og voru þau út-
kljáð fýrir árslok 1907. Fékkst lán úr Legatsjóði Einars Jónsson-
ar og var afsalsbréf Guðmundar Bárðarsonar dagsett 20. nóv.
1908, einnig fyrir Hvalsá, sem er ekki hjáleiga, en talin nauðsyn-
leg stoð hins nýja staðar.
144