Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 22
ins voru ekki komnar hafskipabryggjur fyrr en um miðja 20. öld-
ina. A Norðurfirði voru þessi vinnubrögð hins vegar viðhöfð
lengur en á nokkurri annarri íslenskri höfn.
Þó innsigling til Norðurfjarðar væri góð og skipalægi gott á
firðinum, var ekki sömu sögu að segja um möguleika til hafnar-
gerðar. Aðdýpi við landið var ekki til að dreifa nema við svo-
nefndan Bergistanga. Innan við Bergistangann við norðanverð-
an fjörðinn er vík sem heitir Breiðavík og eru mörk hennar að
innan við Innra-Breiðuvíkurnef [líka nefnt Skúranef]. Hvernig
sem því víkur við var verslunarstaðnum valinn staður á lítilli eyri
eða tanga, sem einhvern tímann hefir fengið heitið Tangi, innst
í Breiðuvíkinni og þar var fyrsta húsið, geymsluskúr, reistur árið
1899. Hið opinbera heiti verslunarstaðarins var þó alltaf Norð-
urfjörður og varð fjörðurinn löggiltur verslunarstaður með stað-
festingu konungs 5. desember 1899. A Tanganum, sem var leigu-
land úr jörðinni Krossnesi, risu svo hús Verslunarfélags Norður-
fjarðar síðar Kaupfélags Strandamanna.
Arið 1898 eignaðist Magnús S. Arnason, kaupmaður frá Isa-
firði Bergistangann og byggði þar verslunarhús, en þar var
nokkru meira landrými en á Tanganum, og hóf þar verslun árið
eftir. Magnús lést í lok mars 1900 og hætti þá verslunin. Arið
1906 komst húsið og tanginn í eigu Thor Jensen, sem gerði þar
út eitt sumar. Eftir það var þessi tangi, í daglegu tali, nefndur
Thórshústangi eða Thórstangi.
Fullvíst má telja að lendingarskilyrðin hafi verið það sem
mestu réði um staðarvalið. Þó má vera að Magnús hafi orðið
fýrri til að ná eignarhaldi á Bergistanganum og því hafi eyrin í
Breiðuvíkinni orðið fýrir valinu. Vitað er að 1903 höfðu forsvars-
menn söludeildarinnar, sem var deild í Verslunarfélagi Stein-
grímsfjarðar, hug á að eignast Bergistangann og húsið sem þar
stóð en ókleift reyndist að fjármagna þau kaup.
Um lendingarskilyrðin á Bergistanganum og aðrar aðstæður
er e.t.v. ekki allt sem sýnist. Aðstaðan til að ferma og afferma
bringingarbátana við Tangann var ekki sérlega góð ef einhver
hreyfing var í sjó, þó dýpi væri næganlegt. Klettarnir voru hall-
andi og sleipir. Innan við tangann var alldjúpur vogur en sá galli
var þar á, að í mynni hans var naggur, sem mun hafa hindraði
20