Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 34
sem var jarðfast og vafðist þá strengurinn sem lá í bátinn um
spilkarlinn.
Þegar bátarnir voru settir niður var það allt léttara þar sem
undan hallanum var að fara. Það gat þó reynst erfitt á vetrum
þegar allt var á kafi í snjó. Var það gert þannig að mennirnir
sem stóðu fremstir við bátinn snéru bökum að honum og ýttu
þannig á bátinn. Þettað var kallað „að baka.“ Þeir sem voru við
bátinn miðjan og aftar studdu hann [og drógu einnig] þannig
að hann hallaðist sem minnst.
Fátt er nú vitað um hvernig bringingabátarnir voru á fyrstu
áratugununum. Má þó gera ráð fyrir að þeir hafi ekki verið mjög
frábrugðrir að stærð og gerð því sem síðar varð. Vitað er að
Verslunarfélag Norðurfjarðar eignaðist bringingabát úr dánar-
búi Jakobs Thorarensen [1830-1911] kaupmanns á Kúvíkum.
Báturinn mun hafa heitið Ægir, var stór og þótti erfiður og var
ekki notaður lengi. Það má geta sér þess til að Ægir hafi verið
fyrsti sérbúni bringingabáturinn á Norðurfirði. I minni elstu
manna var til bringingabátur, sem kallaður var Tvíbakan. Hann
var breiður og kubbslegur eins og nafnið bendir til. Hvenær
hann var í notkun er nú gleymt.
A seinni helmingi fjórða áratugarins voru bátarnir þrír um
einhvern tíma, þó ekki lengi. Eg minnist þess að þeir stóðu hlið
við hlið upp með húsgaflinum á íbúðar- og pakkhúsinu. Hét
einn þeirra Hringur. Hann var upphaflega sexæringur í eigu
Finnbogastaðamanna. Honum hefir vafalaust verið róið til fiskj-
ar og jafnvel á hákarl áður en hann komst í eigu Verslunarfélags
Norðurfjarðar. Ekki er nú vitað hvenær báturinn var smíðaður
eða hver gerði það. A Finnbogastöðum voru góðir smiðir, sem
vel gætu hafa smíðað bátinn. Þau urðu endalok Hrings að hann
lenti á áramótabálkestinum, líklega um 1970.
Einn bátanna hét Boli, eftir því sem ég man best, og var
minnstur þeirra þriggja báta sem stóðu við húsgaflinn forðum.
Engar heimildir eru um sögu Bola umfram það er nú skal
greina. Það var einhverju sinni að gerði mikið rok, sem ekki er
óþekkt á þessum slóðum. Frá bátunum hafði verið gengið, á
hefðbundinn hátt, og var Boli næstur húsinu. I einni hviðunni
gerðist það að hún tók bátinn, sleit hann lausan og henti hon-
32