Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 38
ar „trillur“ komu til sögunnar, og voru komnar með nógu öflug-
ar vélar, um miðjan fimmta áratuginn, var oft fenginn trillubát-
ur til að draga bringingabátana milli skips og lands. Þetta létti
róðrinum af mönnunum sem „voru í bát.“ Aðallega var þetta
gert þegar um mikinn flutning var að ræða eða vindur var hvass.
Oftast var það trilla sem Gísli á Steinstúni átti, sem fengin var í
þetta verkefni. Ekki er vitað til að vélbáturinn Ingólfur Arnar-
son, sem Verslunarfélag Norðurfjarðar átti og gerði út á árunum
1913-1921 hafí verið notaður til að slefa bringingabátunum, þó
getur það verið.
Aður en bílvegur var lagður um sveitina og traktorar og bílar
komu almennt í notkun var ekki óalgengt að bringingabátarnir
væru fengnir að láni til flutnings á girðingarstaurum, fóðurvör-
um o.fl. flutninga til og frá bæjunum og einnig til skólans á
Finnbogastöðum. I seinni tíð var þeim oftast „slefað.“ Líkkistur
voru líka oft fluttar á bátunum til kirkju í Arnesi.
Bringingin sjálf
Þegar von var á skipi, lét afgreiðslumaðurinn boð út ganga til
þeirra sem óskað var eftir að kæmu til vinna við bringinguna.
Eftir að sími kom á bæina var hann auðvitað notaður í þessar
þarfir. Mjög var það misjafnt hvað margir voru í bringingu og
fór það, að sjálfsögðu, eftir því vörumagni sem skipa þurfti út og
í land. Norðfirðingar voru, svo að segja, fastamenn í bringingu.
Oftast voru líka menn af bæjunum „kringum Fjallið“ þ.e. Kross-
nesi, Felli, Munaðarnesi og Fagrahvammi. Þeir sem bjuggu fyrir
framan Urðarnes komu sjaldnar til þessara starfa.
Ef lýsa á þeim aðstæðum sem voru til staðar framan af tuttug-
ustu öldinni og fram um hana miðja er í upphafi nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir þeim húsakosti, sem vörurnar voru geymdar
í og staðsetningu þeirra.
Er þá fyrst að nefna húsið sem byggt var 1907 og var 86 m2 og
tvær hæðir. Kjallarinn var steyptur en efri hæðin úr timbri og
klædd með bárujárni. Síðar var þaki hússins lyft og innréttuð
þar herbergi undir súð. Efri hæðinni var þannig skipt að í vest-
36