Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 39
Bringing í ágúst 1975. Hekla II á legunni. Standandi í bátnum f.v.
Bernharð Andrésson, Gunnsteinn Gíslason ogMarías Björnsson. [Síð-
ustu ?] Farþegar sitjandi á þóftunni: f.v. Gubrún Sveinsdóttir (Gunna
Sveins) frá Arnesi, Elísabet Sigmundsdóttir frá Melum og Karitas
(Kara) Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum. (GG)
ari hluta hússins var íbúð og skrifstofa kaupfélagsstjóra og í aust-
ari enda allstór geymsla, afþiljuð, u.þ.b. ýs af flatarmáli hússins,
svo nefnt „pakkhús.“ I því var geymd öll sekkjavara, svo sem
hveiti, rúgmjöl, haframjöl og sykur. Meðfram húsinu öllu að
sunnanverðu var pallur og stigar upp á báða enda hans og geng-
ið af honum inn í íbúðina og pakkhúsið. Þegar ytri helmingur
pallsins var rifmn voru gerðar dyr á norðurhliðina. Upp í pakk-
húsið þar voru einungis þrjár tröppur.
Kjallaranum var skipt í tvennt og var ytri endinn kallaður
„ytri-kjallari.“ Þar voru geymdar fóðurvörur, svo sem síldarmjöl
og líka sement. Vestari endinn, sem var í daglegu tali einungis
nefndur „kjallari.“ I honum voru geymdar ýmar grófari vörur.
Má þar nefna naglakassa, tunnugirði, tóvörur, orf og ljáir, hrífu-
37