Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 40
sköft- og hausar, málning og margt annað, sem verslað var með.
Kjallarinn var lítið eitt niðurgrafinn, líklega allt að 2 fet. Varla er
hægt að segja að kjallarinn væri manngengur nema helst á milli
gólfbitanna sem voru mjög efnismiklir og ekki var manngengt
undir pallinn og inn um dyrnar þegar gengið var inn í kjallar-
ann. Húsið var rifið árið 1980.
U.þ.b. 15 metrum innan [vestan] við húsið, sem áður er
nefnt, og í sömu línu komu „skúrarnir.“ Búðin var yst og næst
húsinu sem að framan er nefnt. Aföst við hana var lítil geymsla.
Innan við búðina, sambyggður, var saltskúrinn. Þetta voru í raun
tvö hús með skúrþaki um 60 m2 og voru fyrstu byggingarnar á
Tanganum, byggðar 1899. Var hluti þeirra í upphafi nefnt „fé-
lagsskúr" og gekk undir því nafni alllengi. Innstur var svo Vest-
urskúrinn, einnig nefndur „kojuskúr.“ Hann var byggður eitt-
hvað seinna. I saltskúrnum var geymt salt, eins og nafnið bend-
ir til. Þar var líka geymdur saltfiskur og annað innlegg frá bænd-
unum. Vesturskúrinn var verbúð með kojum, eldavél o.fl. sem
tilheyrir slíku húsnæði. I honum bjuggu menn sem voru við
róðra og slátrarar á haustin meðan á sláturstíð stóð. Ennfremur
bjó Jón Björnsson, [1868-1934] frá Dalkoti í Bæjardal, og fjöl-
skylda hans í Vesturskúrnum. Hann bjó á Tanganum um nokk-
urt skeið og hafði á hendi einhver störf fyrir verslunina. Til er
vísa sem minnir á veru Jóns þar. Hún er svona:
Er í ferðum ekki seinn,
aansi líka glúrinn.
Birnir heitir bóndi einn,
byggir Vestur-skúrinn.
Ekki er tiltæk skýring á Birnis nafninu í vísunni, né heldur
hver sé höfundur hennar.
Þetta var sá húsakostur sem verslunin á Norðurfirði notaðist
við í hálfa öld. Skúrarnir voru rifnir árið 1949 þegar hafist var
handa við byggingu nýs íbúðar- verslunar- og geymsluhúss. A
sama tíma var einnig byggt allstórt geymsluhús niður við
bryggju, kallað salthús. Að baki þessara bygginga voru svo skúra-
byggingar af ýmsum gerðum, sem tóku breytingum í takt við
38