Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 45
Eins og gefur að skilja komu skipin á öllum tímum sólar-
hringsins og í misjöfnum veðrum. I norðaustanátt leggur oft
mikla báru inn á Norðurfjörð og verður þá brim við landið. Það
var náttmyrkrið og brimið, sem olli hvað mestum erfiðleikum og
gerði bringinguna á stundum beinlínis hættulega, sérstaklega
þegar þessir tveir þættir fóru saman að viðbættum hvössum
vindi. Það kom að sjálfsögðu fyrir að ekki var hægt að afgeiða
skipin vegna veðurs en víst er að oft var teflt á tvær hættur og
rúmlega það. Það tíðkaðist ekki að hafa ljós á bátunum né held-
ur að mennirnir sem í þeim voru væru í björgunarvestum eða
að bjarghringir væru tiltækir. Samt sem áður er ekki vitað að
neitt óhapp hafí hent eða að meiðsli hafí orðið á mönnum sem
orð er á gerandi. Þó er sagt að Valgeir Jónsson í Norðurfirði hafi
viðbeinsbrotnað í bringingu þegar verið var að losa bát við
hleinina líklega snemma á öldinni. Ohætt er að segja að einstök
gifta hafi fylgt þessari starfsemi, sem fyrst og fremst má þakka
hæfni þeirra manna sem við bringinguna störfuðu. Þeir þekktu
allar aðstæður; bátana, Iendinguna, brimið, storminn, mennina
sem þeir störfuðu með. Þeir höfðu alist upp við þetta frá blautu
barnsbeini mann fram af manni.
Vera má að oft hafi verið telft djarft vegna þess að alltaf vofði
yfir, ef skipin fengu ekki afgreiðslu strax, að þá færu þau og
héldu ferð sinni áfram með vörur, póst og farþega, sem oftast
voru með. Þar að auki voru oftar en ekki farþegar sem ætluðu
með skipunum og meðan ekki var um aðrar samgöngur að ræða
en strandferðaskipin var ekkert grín að verða „strandaglópur.“
Þannig var það 24. nóv. 1929. Þá kom Esjan til Norðurfjarðar og
„lagðist fyrir tvennu“ kl. 16.40. Samkv. leiðabók skipsins voru þá
A 8 vindstig og rokur. Þá hafði skipið verið fjóra sólarhringa á
leiðinni frá Reykjavík og legið á Aðalvík í sólarhring vegna veð-
urs. Ekki hefir Esja fengið afgreiðslu á Norðurfirði í þetta sinn
því að morgni daginn eftir var siglt til Ingólfsfjarðar og þar er
fært í leiðabók: „Losaðar Norðurfjarðarvörur líka.“
I fyrstu strandferðina á vegum Ríkisskip fór Esjan þ. 3. jan.
1930 og sigldi vestur um á áætlunarhafnir. Skipið hreppti hið
versta veður og lá þess vegna á Isafirði, síðan á Aðalvík og loks á
Hornvík. Þaðan fór Esjan beint til Hólmavíkur og lagðist þar
43