Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 51
leiðabókina er eftirfarandi bókað: [á leiðinni frá Reykjarfirði],
„norðan frískur vindur. Kl. 0710 kastað stb. akkeri á Norðurfirði.
Norðan hvassviðri. Unnið allan daginn og kvöldið, affermdar 50
smálestir, fermdar ?? pakka fisk og 90 föt lýsi. Kl. 1600 b.b. akk-
eri í sjóinn, gufurok. Vélin heit, klár til að keyra ef skipið skyldi
reka.“
Sagan af því þegar Goðafoss kom til Norðurfjarðar, að talið
var 1916, hefir lifað allt til þessa dags, og er í stuttu máli á þessa
leið: Þegar skipið kom var vindur hvass [af vestri ?] og fór vax-
andi. Er bringingin hófst, á tveimur bátum, var komið stórviðri
og hikuðu þeir sem í bátunum voru við að halda henni áfram.
Fór Agnar Jónsson, sem síðar var kenndur við bæinn Hraun, en
var búandi á Steinstúni þegar þetta gerðist, til Guðmundar Pét-
urssonar verslunarstjóra, og sagði honum að þeir teldu ekki
lengur fært að afgreiða skipið vegna hvassviðrisins. Guðmundur
mun fyrst í stað hafa dregið þetta í efa, en Agnar sat fast við sinn
keip. líallaði þá Guðmundur til mannanna sem í bringingunni
voru og sagði „að þeir skyldu bara hætta, því hann Agnar ætlaði
að bera alla vöruna til Kaupmannahafnar.“ [Strandapóturinn
20. árg.] Þetta svar Guðmundar hefir verið haft að gamanmálum
æ síðan.
Ekki er vafi á, að þessari sögu má finna stað í þriðju komu
Goðafoss til Norðurfjarðar, 19. janúar 1916. Er nú í frásögninni
fylgt leiðabók skipsins.
19. janúar: A leiðinni frá Reykjarfirði er bókað: „Mikill sjór.
Brot víða er ekki standa í sjókorti." Kl. 3 e.h. er lagst fyrir báð-
um akkerum á Norðurfirði. Byljaveður. Byrjað að afgreiða skip-
ið og affermdar 10 tunnur af steinolíu og fermdar 6 tunnur af
kjöti. Skömmu síðar er veður orðið þannig að afgreiðsla við
skipið er ómöguleg sökum veðurs og brims. Um kvöldið gekk
vindur í NV. Létt b.b. akkeri og fært lengra austur. Moldbylur,
stormur og sjór.
20. janúar: Kafaldsbylur alla nóttina. Undir morgun létti kaf-
aldinu og hægði, en sökum brims er útskipun ómöguleg. Kl. 8
49