Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 52
f.h. austan sláttur, kafaldsfullur, víða 2. feta djúpur snjór á þil-
fari. Kl. 12 byrjað að ferma kjöt. Fermt allan seinni hluta dags-
ins. A miðnætti búnir að ferma 152 tunnur kjöt og um 300
pakka af fiski. Sver alda.
21. janúar: Kl. 2 um nóttina er hætt að starfa sökum brims og
fjöru. Þá er mikil snjókoma með hörðum vindkviðum. Kl. 1430
er búið að ferma alls 152 tunnur af kjöti, 892 pakka af fiski, 17
föt lýsi og 15 kassa rjúpur. Affermd útlend vara um 10 tonn.
Gert sjóklárt.
22. janúar: Sama veður, kafald og stormur. Kl. 945 f.h. sást til
lofts. Mikill sjór. Létt akkeri - haldið út fjörðinn.
Við þetta er í rauninni engu að bæta. Af frásögninni er ljóst
að unnið hefir verið við afskaplega erfið skilyrði, svo ekki sé tek-
ið dýpra í árinni: allt á kafi í snjó, vörurnar fluttar á árabátum,
engin bryggja svo ferma varð bátana og afferma í fjörunni í
haugabrimi, stórviðri og snjókomu. Að auki er myrkur nánast
allan sólarhringinn. Að þessu sinni [og oft endranær] gætu sem
best átt við erindi úr kvæðijakobs Thorarensen, I hákarlalegum:
Stird vóru ennþá Ægis hót,
áóur en lyki sjóferðinni:
Kaffærðir loks í lendingunni
lamdi þeim brim við fjörugrjót,
gaf þeim til menja skeinu á skinni,
skrámu á vanga eða bláan fót.
Þann 26. október 1916 lagði, e.s. Gullfoss, fyrsta skip Eimskipa-
félagsins og flaggskip íslenska kaupskipaflotans um nærfellt 30
ár, úr Reykjavíkurhöfn í strandferð vestur og norður, sem ekki
var algengt. Þræddi skipið allar Breiðafjarðar- og Vestfjarðahafn-
ir. Skipstjóri var Sigurður Pétursson. A leiðinni frá Isafirði til
Húnaflóa hreppti skipið slæmt veður. Við Kögur var stóra-storm-
ur með bylslitringi og miklum sjó. Vegna þess að ekki var hægt
að ná til Norðurfjarðar áður en myrkur félli á, var afráðið að
snúa við inn á Aðalvík. Þar var legið frá kl 1540, 3. nóvember til
50