Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 54
Vorið 1944 kom Súðin til Norðurfjarðar. Veðri var þannig far-
ið að norðaustan þræsingur var, kalt og gekk á með éljum. Með-
al annars flutnings, sem með skipinu kom var búslóð séra Ingva
Þóris Arnasonar, sem þá var að taka við prestsskap í Arnesi, og
þjónaði Arnesprestakalli til ársins 1948. Að þessu sinni, sem oft-
ar, unnu við uppskipunina þeir Gísli Þorleifsson á Krossnesi og
Þórarinn Þórðarson í Fagrahvammi. Að sjálfsögðu voru eigur
prestsins bornar í hús sem og annar varningur. Eitt sinn er þeir
mættust og Gísli var á leið til bryggjunnar en Þórarinn á leið
upp eftir með einn af pokum prestsins á bakinu mælti Gísli:
Pokann „séra“ á baki ber,
burðafrekur er 'ann,
góðverk hver sem gerir hér
Guðs í ríki fer 'ann.
Síðan hélt hvor sína leið. Þegar þeir mættust næst var Gísli á
leið uppeftir með sína birði; þá stoppaði Þórarinn og sagði:
Alltaf ber til einhvers lands
ef ei brestur þoríð.
Eg hef bœði salts og sands
og „séra-poka “ borið.
Þessi vísnagerð bændanna lýsir vel hagmælsku þeirra er flest-
ir, sem til þekktu vissu að þeir byggju yfir og hallast ekki á. Sem
betur fer lærðust vísurnar og hafa geymst síðan. [I embættisferð-
um sínum höfðu prestar að öllu jöfnu fylgdarmann sem bar
poka sem í voru þeir hlutir, svo sem hempa og guðsorabækur,
sem presturinn þurfti á að halda við embættisverkin. Þessi poki
var (af gárungunum?) nefndur „séra-poki“j.
Það var vorið 1953 að Skjaldbreið kom til Norðurfjarðar í
ágætu veðri. Með skipinu var ýmis konar varningur eins og títt
var, m.a. var steypustyrktarjárn sem nota átti í sundlaugina sem
52