Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 59
landssjóður Vestu, sem var eitt af skipum Sameinaða, á leigu.
Tap varð á útgerðinni og stóð hún einungis í tvö ár. Má segja að
flest hafi gengið öndvert í útgerð Vestu og var mikil óánægja
með siglingamálin um þessar mundir. Talið var m.a. að nokkur
hópur kaupmanna hafi bundist samtökum um að flytja ekki vör-
ur sínar með skipinu eftir að landssjóður tók það á leigu.
Auk þess sem nú hefir verið rakið voru ávallt mörg skip sem
sigldu til og frá landinu og umhverfis það á vegum kaupmanna,
íslenskra eða danskra. Þessar siglingar fóru aðallega fram á
sumrin á litlum skipum og voru algjörlega óháðar þeim sigling-
um sem landssjóður styrkti og stóð fyrir.
Hér er rétt að segja frá því að sýslumaðurinn í Strandasýslu,
Sigurður E. Sverrisson, boðaði alla sýslunefndarmenn til auka-
fundar í sýslunefndinni þ. 29. október 1895 að Broddanesi. I
fundarboðinu segir að aðalmálefni fundarins verði „að ræða um
kaup á gufubáti í samlögum við aðrar sýslunefndir í Vesturamt-
inu, um lántöku úr landsjóði í þessu skyni og annað er málefni
þessu horfir til framkvæmda, ennfremur til þess að kjósa mann
með ótakmörkuðu valdi þessu máli viðvíkjandi á fund á Isafirði
20. nóvember n.k.“ Bréfinu lýkur sýslumaður á þessa leið: „Um
leið og jeg tilkynni þetta, skora jeg á yður, að mæta á ofan-
greindum stað, og degi um hádegisbil.“ Það stóð svo sem ekki á
Strandamönnum að taka undir við aðra landsmenn, þegar lögð
voru á ráðin um úrbætur í siglingamálunum, en árið 1895 var
megn óánægja í landinu, sem leiddi til „Vestu-útgerðarinnar“
sem að framan er nefnd.
Fjórum árum síðar, 3. nóv. 1899, gerði amtmaðurinn yfir
Suður- og Vesturamtinu svohljóðandi fyrirspurn til sýslumanns-
ins í Strandasýslu: „Samkv. fyrirmælum Landshöfðingjans og fyr-
irlagi Neðri-deildar Alþingis, vil eg hér með skora á yður, vel-
borni herra sýslumaður, að skýra mér frá, á hvaða staði í sýslu
yðar sé brýnust þörf að strandbátarnir komi, hve oft á ári og á
hvaða tíma árs.“ Marinó Hafstein sýslumaður svarar amtmanni á
þessa leið 3. jan 1900: „.og leyfi jeg rnjer að láta það álit mitt
í ljós að strandferðunum hjer sje vel fyrir komið og yrði varla
breytt til batnaðar.“ Eitthvað hefir breyst ef Strandamenn hafa
verið sammála þessu áliti sýslumanns síns, eða hvað?
57