Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 60
Eftir að útgerð Vestu hætti [1898] tók Sameinaða aftur við
siglingunum hér við land og hafði þær með höndum til ársins
1909. Til siglinganna notaði félagið skipin Hóla og Skálholt.
Arið 1909 bárust tilboð frá tveimur útgerðarfélögum þ.e. Sam-
einaða og Thorefélaginu, sem var danskt útgerðarfélag. Aðaleig-
andi þess var Islendingurinn Þórarinn E. Thulinius, stórkaup-
maður í Kaupmannahöfn. Arið 1909 var gerður samningur við
Thorefélagið. Skuldbatt félagið sig til að halda uppi strandferð-
um samkvæmt nánari skilmálum og fara að minnsta kosti tutt-
ugu ferðir á ári milli Kaupmannahafnar og íslands og að minns-
ta kosti fjórar ferðir milli Islands Hamborgar og Leith. Samning-
urinn var til 10 ára. Strandferðaskip Thorefélagsins voru þrjú og
fluttu bæði farþega, póst og vörur. Voru tvö þeirra, Austri og
Vestri, ný en það þriðja, Columbus [síðar Isafold], gamall kláfur.
Áhafnir þessara skipa voru að mestu íslenskar sem var nýlunda.
Jafnframt gerði stjórnin nýjan samning við Sameinaða, einnig til
10 ára, um millilandasiglingar. Skyldi félagið halda uppi stöðug-
um ferðum milli Islands, Leith og Kaupmannahafnar, auk fjög-
urra strandferða, sem Skálholti og Hólum var ætlað að sinna.
Báðir þessir samningar voru háðir styrk frá landssjóði, svo sem
áður hafði verið.
Með þessum tveimur samningum komust samgöngumálin í
mun betra horf en verið hafði. Þó voru flestir landsmenn á því
máli að þeim væri enn mjög áfátt. Sérstaklega þótti ferðunum
illa fyrir komið. En Adam var ekki lengi í paradís. Þann 3. júní
1912 ritaði Thorefélagið stjórnarráðinu bréf og tjáði því að mik-
ið tap væri á strandferðunum og ferðunum til Hamborgar og
ætti félagið við mikla fjárhagsörðugleika að etja. Oskaði félagið
eftir að verða leyst frá samningnum, þar sem það yrði að öðrum
kosti að hætta starfsemi. Eftir miklar umræður á Alþingi var
ákveðið að verða við ósk Thorefélagsins og leysa það undan
samningsskyldum.
Þann 26. nóvember 1912 samdi stjórnin við Sameinaða um
strandferðirnar fýrir árið 1913 og sama dag var að kröfu Samein-
aða gerður viðbótarsamningur við það um millilandasiglingarn-
ar. Var nú samkeppninni við Thorefélagið lokið og Sameinaða
orðið eitt um hituna á nýjan leik. Afleiðingar alls þessa urðu þær
58